Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1900, Síða 6

Sameiningin - 01.05.1900, Síða 6
því ekki til þess aö trúa öðru en að hver óvilhallr maðr, sem ber saman þessa tvo kristilegu barnalærdóma, eftir séra Helga og Klaveness, hljóti að finna til þess, að hinn nýi eftir Klave- ness sé betri barnalærdómr. Hann gjörir kristindóminn miklu ljósari. Barnið, sem les harin, hlýtr að skilja betr, hvað sé að vera kristinn maðr og að halda skírnarsáttmálann sinn, en barnið, sem les hinn barnalærdóminn. Með nýja barna- lærdómnum kemst kristindómrinn nær barninu, og nær betr að verða eign þess, bæði að því, er skilning þess snertir og hjarta. Frá upphafi til enda er þar talað um kristindóminn sem líf í guði, sem barnið skírða og hver kristinn maðr þurfi að lifa, ef það og hann eigi ekki að glata guði og um leið glata sannri sælu sinni um tíma og eilífð. Barnið er látið finna til þess, að nú eigi það ekki að lesa kverið sitt ein- göngu til þess að læra svo og svo mikið um guð, heldr eigi það aðallega að lesa kverið, svo það læri að lifa lífinu í guði, læri að lifa sem guðs barn og að halda skírnarsáttmálann sinn. Sömuleiðis til þess, að það, með því að lifa hér sem guðs barn, í samfélagi við guð, verði ekki að eins aðnjótanda sælu á himnum eftir dauðann, heldr verði það hennar einnig aðnjótanda hér á jörðunni : — að það, með öðrum orðum, sé mannsins sanna sæla, heill og hamingja, að lifa með guði, í samféiagi við hann, þessa heims og annars. Framsetningin er þar ljósari en í kveri séra Helga, einfaldari, innilegri, og í alla staði betr við hœfi barnsins. það hlýtr sjálft að verða betr með. Spurningarformið hjálp- ar til. það verðr ætíð hið eðlilegasta, í einhverri mynd þess að minnsta kosti.—Má vera, að eðlilegast væri og gæfi bezta trygging fyrir því að barnið yrði skilningslega með, ef spurningarnar væri neðanmáls, en lesmálið eða lærdómrinn samanhangandi, svo að efnið yrði ekki bitað svona í sundr eins og siðr hefir verið, — og barnið svo látið sjálft finna svar- ið. —þá eru líka spurningarnar persónulegar, þar sem því verðr við komið. það er talað persónulega við barnið um kristindóm þess. það finnr til þess, að hann er ekki eitthvað fyrir ofan skýin, heldr er hann líf, er á að slá sem andleg og eilíf lífæð við hjarta þess.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.