Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.05.1900, Side 7

Sameiningin - 01.05.1900, Side 7
39 Hvað mér hefði þótt vænt um, ef eg sem barn heföi átt kost á að lesa þetta kver. Eg er viss um, aö kristindómr- ínn hefði þá orðið mér ljósari og að persónulegri eign minni fyrr en varð. Og að hann hefði ekki staðið fyfir mér svo lengi eins og eitthvað, sem aðallega þyrfti að læra og kunna og svara upp á — og því aðallega fyrir utan mig meðvitund- arlega. Að öllu leyti fást aldrei bœtr á tjóni því, sem maðr verðr að bíða af öðru eins. Sem dœmi vil eg benda á ávarpið til barnsins í upphafi kversins og þrjár fyrstu spurningarnar ásamt með 83. og 84. sp. Barnið er þegar vakið til umhugsunar um skírnar- sáttmála þess. Hugr þess leiðist að skírninni — þess eigin skírn. það er eins og við það sé sagt: ,,þú fékkst ekki að eins nafn þá. Ef til vill hefir þú hugsað um skírnina að eins á þann hátt ? Nei, barnið mitt ; þú varzt að guðs barni í skírninni. Og svo átt þú að lifa sem guðs barn. En sem guðs barn lifir þú ekki nema þú haldir skírnarsáttmála þinn. En þú heldr hann ekki með því að eins að læra að vita, í hverju hann er fólginn. þú þarft sjálft að afneita djöflinum, öllum hans verkum og öllu hans athœfi, og trúa á föðurinn, soninn og heilagan anda. í fyrsta parti Frœðanna lærir þú um það, hvað það sé að afneita djöflinum. þú lærir þar, að þú eigir að gjöra vilja guðs og vera hlýðið barn hans. þá af- neitar þú djöflinum. En þegar þú brýtr á móti vilja guðs og ert óhlýðið og vont barn, þá gjörir þú verk djöfulsins. En er ekki djöfullinn og hið vonda ofrefli þitt ? Getr þú afneitað því stórveldi ? þú stendr ekki einmana uppi, barnið mitt. Hinn þríeini guð er með þér og veitir þér mátt til þess að af- neita öllu illu, ef þú í trúnni heldr þér til hans. það er ekki Þýöingarlaust fyrir þig að trúa. þú getr að eins þá verið gott barn og góðr maðr, þegar þú trúir. Fyrir trúna lifir þú í sam- félagi við guð. Og fyrir samfélag þitt við guð fœrðu löngun og mátt til þess að gjöra vilja guðs, en afneita öllu óguðlegu athœfi. þá lifir þú sönnu og sælu lífi. Svona mikið er í það varið að trúa. En þú þarft sjálft að trúa. í öðrum parti Frœðanna lærirðu nú um trúna. “ Af þessu sést, hvernig skfrnarsáttmálinn í eðlilegu sam-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.