Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1900, Síða 9

Sameiningin - 01.05.1900, Síða 9
4i frelsarans til helvítis eSa — eins og ];etta orö merkir þar — til ríkis dauöra manna. ])etta hljóti aö skilja eftir ,,glompu“ í trúarþekking barnsins. En eg er alveg viss um, aö engu barni verör sú ,,glompa“ tilfinnanleg. Líka er ]>aö miklu betra aö lofa ,,glompunni“ hreinlega aö vera en að klessa einhverju í hana, sem barnið alls ekkert skilr í. þaö mætti sannarlega miklu fremr finna aö því, aö Klaveness þegir yfir hinum mismunanda skilningi hinna ýmsu kirkjudeilda á ná- lægö líkama og blóös Jesú Krists í altarissakramentinu. Hann hefir sjálfsagt álitiö, aö hvorki það né hitt, eins og svo margt annað, ætti heima í barnalærdómsbók. En vitanlega getr mönnum sýnzt misjafnlega um það, hvað taka eigi meö og hvað ekki. þá er að minnast lítið eitt á hina íslenzku þýðing eftir séra þórhall Bjarnarson á kveri þessu. Og verð eg ]?á að segja, að eg hefði í sumu kosið hana betr af hendi leysta. Ivverið er þyngra á íslenzku en á norsku, — er ekki í þýð- ingunni eins góðr barnalœrdómr. ])aö hefir tapað, að því, er einfaldleik snertir. þýðarinn hefir ekki verið nógu nærgæt- inn viö börnin, ekki sett sig nógu vel inn í hugsunarlíf þeirra. Að því leyti hefir hann ekki verið nógu vandvirkr, þótt hann að öðru leyti hafi vandað málið. það virðist eins og hann hafi hugsað meir um fallcgt mál, eftir algengum íslenzkum hugsunarhætti, en um einfalt mál, er kœmist sem næst barn- inu og yröi því auðskilið. Sem sýnishorn bendi eg t. d. á : ,,ganga á heit sitt“ (21. sp.), ,,baka mér samvizkubit“ (75), ,,hugarrósemi og sálarfriðr“ (90), ,,hérvistardagar“ (118), ..Hvernig starfar þá áfram hið guðdómlega almætti hans?“ (137)—barniö að eiga að hugsa um eiginleglcika sem starf- andi ! — ,,gjalda varhuga við“ (226), ,,oftlega“ (235) — það er eins og verið sé að setja sig út til þess að gjöra ,,kúnstir“ — ,,stundum að lifa guðs vilja samkvæmt“ (278). Er ekki hœgt á íslenzku að viðhafa orð og orðatiltœki, sem barniö nær betr í ? Við 123. spurning stendr : ,,til þess að heimrinn yrði hólpinn“. Lægi ekki nær að segja : ,,til þess að frelsa heiminn “? það virðist á einstöku stað eins og þýðandinn hafi ætlað

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.