Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1900, Page 11

Sameiningin - 01.05.1900, Page 11
43 arsonar á Frœðunum. En þá þýðing heíir séra þórhallr Bjarnarson tekiö inn í þýðing sína á kveri Klaveness. I norska kverinu er þetta : ,,því drottinn mun ekki láta þeim óhegnt, sem fer gálauslega með hans nafn“, og tvær spurningar út af því. Eg hefi orðið var við eina prentvillu. I ntningargreininni við 127. sp. hefir er fallið burt. Við 91. sp. á tilvitnanin Sálm. 19, 1—7 að vera 1—6. Versatalan í íslenzku biblíu- þýðingunni á þessum stað er ekki eins og í norsku biblíu- þýðingunni. Á þetta hefi eg rekið mig. Stóran galla tel eg það, að séra þórhallr hefir ekki látið hœnir fylgja kverinu. I Norvegi var engin. ástœða til þess, vegna þess að þær fylgja þar Frœðunum, sem út eru gefin sérstök. En hjá oss stendr öðru vísi á. Tvær missíónsirferð'ir. Eftir séra Rúnólf Marteinsson. Eftir að eg kom úr missíónarferðinni til Alberta, sem frá er sagt í Marz-blaði ,,Sam. “, ferðaðist eg í sömu erindum til Nýja íslands og byggðanna austr frá Manitoba-vatni, Álfta- vatns-nýlendu og Grunnavatns-nýlendu. I. í ferðinni til Nýja íslands var eg um þrjár vikur, fór á stað frá Winnipeg 21. Febrúar og kom þangað til baka 14. Marz. í þessari ferð flutti eg alls ellefu guðsþjónustur, skírði átta börn, jarðsöng eina konu og eitt barn, fermdi eina stúlku. í Mikley hafði eg aldrei komið fyrr en í þessari ferð. þar flutti eg guðsþjónustu á sunnudaginn 4. Marz í kirkju safnað- arins. Sú kirkja, þó hún sé enn ekki vígð, var fullgjörð, eins og hún nú stendr, áðr en séra Magnúsar fráfallið kom fyrir. Voru Mikleyingar að því leyti komnir lengra í kirkjulegri starf- semi en nokkrir aðrir í Nýja íslandi. Og yfir höfuð má segja, að þeir hafi ávallt síðan varizt betr í hinni kirkjulegu baráttu sinni en víðast hvar annarsstaðar hefir átt sér stað í Nýja ís- landi. þetta vantrúar-fargan varð nefnilega víðast hvar ann- arsstaðar eins og snjóflóð, er sópaði því sem næst öllu með

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.