Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.05.1900, Qupperneq 13

Sameiningin - 01.05.1900, Qupperneq 13
45 Tíminn var langt um of stuttr, og var því lítiö unnt að gjöra. En vegna j?ess eg endilega þurfti að vera kominn til þingvalla-nýlendu í Assiniboia fyrir lok Marzmánaðar var mér ómögulegt að dvelja lengr í byggðum þessum. Mjög lítil félagsleg starfsemi í kristilega átt hefir enn kom- izt á í þessum byggðum, og er þó kominn fullkomlega tími til þess, að eitthvað væri farið að vinna meðal fólksins og af fólk- mu sjálfu. Frá því eg hafði komið í byggðina næst áðr sá eg ujá sumum talsvert mikla framför í veraldlegum efnum; en í kirkjulegu tilliti stendr allt í stað. Sumir að minnsta kosti finna þó til þess, hvað þetta er leiðinlegt. Á leiðinni út í byggðirnar hitti eg einn nýlendubúa, sem sagði mér, að þegar hann hefði verið í Winnipeg, hefði hann ekki verið meiri kirkjumaðr en svona fólk flest, en sér væri farið að leiðast þetta prestleysis-líf þarna úti. það er kominn tími til þess, að byggðirnar í kringum Manitoba-vatnið fari að stofna söfnuði og í sameining kalla sér prest. I kringum það vatn er nú orðið svo margt af Islend- ingum í all-góðum efnum, að þeim væri ekki um megn að halda lífinu í einum presti. Við sunnudagsskólahald hefir í seinni tíð nokkuð ver- ið átt í hvorritveggja byggðinni. I Álftavatns-nýlendunni hefir það verið reynt síðastliðin tvö sumur, en það fyrirtœki hefir ekki verið styrkt af sveitarmönnum eins og hefði átt að vera. þeir Islendingar.sem búa austanmegin við Grunnavatn, hafa og félagskap með sér í þá átt að halda uppi húslestrum á sunnudögum. Er lesið hjá hinum ýmsu búendum til skiftis. I sambandi við lestrinn er svo ætíð hafðr sunnudagsskóli. Og er hvorttveggja þetta gott og þakkarvert. Um þennansunnu- dagsskóla Grunnvetninga, sem kenndr er við Markland, póst- afgreiðslustöð eina á austrströnd vatnsins, er skýrsla í Marz- blaði , ,Kennarans“. Og sést þar, að á árinu, sem leið, hefir skóla þessum verið haldið í gangi stöðugt frá því í Maí til ársloka. Ný Islendinga-bygffð' og missíönarferð þangað. Eftir séra Jönas A. Sigurdsson. Um ferð mína til íslendinga í grennd við Morden, Man., get eg í flýti sagt þetta;

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.