Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1902, Page 2

Sameiningin - 01.05.1902, Page 2
34 hin ávaxtarlausa’ er ört af sniðin, hún óhœfileg er fyrir viöinn. 6. Ef viðarins lífskraft vantar grein, þá verðr það hennar dauðamein. Ef skilið við Jesúm svo vér segjurn, vér sjálfir þá visnum upp og deyjum. 7. Hver grein sú, er við’num áföst er, hún eilífan lífskraft ber í sér. Af laufguðu trénu lífsins fríða oss lát þú, vor drottinn, aldrei sníða. 8. Ef greinarnar verða grœddar við, þá, guð minn, þig eg af hjarta bið : Æ, grœddu við hina visnu kvisti á víntrénu grœna, Jesú Kristi. Blómstr-frœin. Líkingarmálssaga, sœnsk aS uppruna. Garðyrkjumaðr einn hafði safnað feikna-miklum forða af allra handa blómstrfrœi í stóra kassa. Kassarnir voru marg- víslega hólfaðir sundr, og í hólfunum var frœtegundunum vandlega niðr raðað og hver tegund nafngreind. Mest-allt frœið var smágjört og veikburða, þótt skapnaðr þess og litr væri breytilegr,—sumt eins og smá sandkorn. En frœkorn allra tegundanna voru gœdd skynjanda viti og gátu látið hvert öðru í ljósi hugsanir sínar. Þau höfðu samrœður um marga hluti alveg eins og vér gjörum í þessum málskrafsheimi. En með því þau höfðu aldrei komið út úr híbýlum sín- um, kössum garðyrkjumannsins, gátu þau með engu mótu skilið, hvernig högurn var háttað í heiminum fyrir utan. Engu að síðr töluðu þó mörg þeirra um slíkt með eins mikilli fullvissu eins og hefði þau fengið frœðslu um alla hluti út í yztu æsar. Suin þeirra beittu öllu hugsunarafli sínu til þess að svara ýmsum mikilsvarðandi spurningum, sem jafnt snerta frœ og

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.