Sameiningin - 01.05.1902, Qupperneq 6
33
Blómin öll hafa hneigt höfuð sín til þess að biðjast fyrir, full
af fagnanda þakklæti út af því að hafa þegið alla þessa marg-
földu blessan. Þau finna til þess, að garðyrkjumaðrinn mikli
er með þeim og er með þeim fagnandi út af hlutskifti þeirra.
Og fullvissan um það, að þau eru honum velþóknanleg, er
mesta fagnaðarefnið þeirra.
Hvað skyldi sjálfbirgingarnir litlu, sem áðr voru svo upp
með sér út af ,,lærdómi“ sínum, nú hafahugsað? Eg veit
það ekki. Getið þér ímyndað yðr það ?
Að trúa kristilega.
Umrœðu-upphaf á samtalsfundi í Selkirk sunnudaginn 9. Marz 1902.
Eftir séra Friðrik J. Bergmann.
Mörgum er það ekki ljóst, hvað það er að trúa í kristi-
legum skilningi. Þeir álíta, að það sé hið sama og að hafa
eitthvað fyrir satt.
Oss er sagt frá hinurn eða þessum hversdagslegum at-
burði. Vér segjumst þá trúa honum eða trúa honum ekki
eftir atvikum. Það fer eftir því, hvort oss finnst hann ltklegr
eða ólíklegr,—hafa góð rök eða léleg við að styðjast. Lang-
oftast trúum vér því, sem oss er sagt. Það er eðli voru sam-
kvæmt.
A þennan hátt trúum vér sögulegum viðburðum, sem
fjarri oss liggja. Þar sem um viðburði mannkynssögunnar er
að rœða, hefir einstaklingrinn vanalega ekkert annað fyrir sér
en það, sem hann hefir lesið í einhverri bók um það efni, eða
það, sem hann kann að hafa heyrt einhvern mann segja, eða
það, sem hann hefir hugboð um að menn almennt muni hafa
fyrir satt.
Alla mannkynssöguna frá upphafi til enda tökum vér trú-
anlega á þennan hátt. Vér trúum því, sem einhverjir menn,
er fœrt hafa mannkynssögu í letr, hafa ritað. Sjálfir höf-
um vér ekkert tœkifœri til að rannsaka þær sögulegu heimild-
ir, er einstakir viðburðir mannkynssögunnar hafa við að styðj-
ast. Vér trúum því öllu, tökum við mannkynssögunni eins
og hún er lögð upp í hendrnar á oss, tökum þá niðrstöðu,