Sameiningin - 01.05.1902, Síða 7
39
er sagnaritararnir hafa komizt að, vanalega trúanlega í einu
og öllu.
Vér trúum líka hver öörum. Dagsdaglega þurfum vér á
því aö halda.- Vér byggjum daglega á orðum og sögusögn
annarra manna, án þess vér höfum nokkuð annaö viö aö
styöjast. Vér tfytjum úr einni heimsálfu í aðra—tökum oss
upp úr einni sveit og flytjum í einhverja aðra, ef til vill í mörg
hundruð mílna fjarlægð — og byggjum þá stórkostlegu ráða-
breytni, er hrinda hlýtr örlögum lífs vors inn á öldungis nýjar
brautir, á orðum og sögusögn annarra manna, er vér trúum.
Það er víst með öllu óhætt að gjöra þá staðhœfing, að
mennirnir byggi margfalt meira á því, er þeir á þennan hátt
taka trúanlegt, en því, sem þeir hafa fengið áþreifanlegar
sannanir fyrir með eigin eftirtekt og rannsók. Skilningarvitin
eru ágæt og ómissandi, og það er um að gjöra fyrir hvern ein-
stakan mann að komast upp á að nota þau sem bezt. En
þegar allt kemr til alls, er það svo undr lítið svæði, sem þau
ná út yfir, að vér komumst ekkert úr sporunum, ef vér ætlum
ekki að trúa öðru en því, sem þau hafa fœrt oss heim sann-
inn um.
Vér verðum því eins og að skifta verkum með oss og láta
þá, er lært hafa að beita skilningarvitum sínum vel, veita því
svæði eftirtekt, sem þeir eru helzt heima á, og taka svo trúan-
legt það, sem þeir segja oss og leitast við að koma oss í skiln-
ing um. Sú tiltrú byggist á því áliti voru, að aðrir menn
muni segja oss álíka rétt og samvizkusamlega frá því, er þeir
veita eftirtekt, eins og vér segjum þeim rétt og samvizkusam-
lega frá því, er fyrir augun ber. Jafnframt lítum vér svo á,
sem þeir muni hafa álíka skilyrði til að dœma um þaö og vér.
Þessi trú og tiltrú er stóra hjólið í öllu lífi mannanna hér
í heimi. Á henni byggist allt félagslíf, öll viðskifti — allt það,
er einn maðr á við annnan að sælda. Án hennar dytti allt
mannfélagsskipulagið í mola og menning heimsins blési burt
eins og hégómi.
Af þessu er öllum ljóst, hve afar mikla þýðing þessi al-
menna trú hefir. Án hennar fengi enginn lifað. Vér menn-
irnir gjörum svo sem ekkert annað en að trúa frá morgni til