Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1902, Síða 8

Sameiningin - 01.05.1902, Síða 8
40 kvölds alla þá daga, sem vér erum hér á jöröunni. Þaö er ekkert til almennara né sjálfsagöara í mannlegu eöli en þaö. En hingað til höfum vér hugsað um trúna á allra lægsta stigi. Vér höfum virt hana fyrir oss eins og hún kemr í ljós í daglegu lífi allra manna. Allir þurfa jafn-mikið á slíkri trú aö halda, eða svona hér um bil, hámenntaðasti maðrinn, sem til er, ekkert síðr en mesti villumaðrinn. Vér byggjum allir á orðum og eftirtekt annarra, reiðum oss á einhverja aðra menn en sjálfa oss, látum þá að meira og minna leyti leiða oss. Það er ekki unnt að benda á einn einasta mann, sem ekki héfir gjört þetta og ekki gjörir það dagsdaglega. Ef einhver ímyndar sér, að hann láti að eins leiðast af rökum, er hann hefir fundið við áþreifing eigin skilningarvita, er það einungis barnaleg ímyndun og ekkert annað. En nú er talað um trú í öðrum skilningi en þetta. Sí- fellt hafa mennirnir fundið til þess, að þessi daglega trú þeirra hvers til annars verðr sér oft og einatt til minnkunar. Þeir segja oft og tíðum ekki rétt frá, draga hver annan innan um og saman við vísvitandi á tálar. Oft veita þeir þessu eða hinu óviljandi ranga eftirtekt, misskilja það, sem fyrir augun ber á einn eðr annan hátt, draga ósannar ályktanir, er leitt geta sjálfa þá og aðra í gönur. Þetta getr allt haft rauna- legar og háskalegar afleiðingar og varpað miklu böli inn í líf mannanna. Samt hættum vér ekki að trúa. Oss er það ekki með nokkru móti unnt. Sál vor lyftir sér heldr upp yfir þennan fallvalta og táldrœga heim. Þótt mönnunutn öllum geti skjátlazt, þótt orð þeirra og eftirtekt sé oft og tíðum svo og svo rugluð, þótt ekkert í mannheimi sé með öllu áreiðanlegt, Svo ekki fái það brugðizt, er samt til heimr, þar sem allt stendr heima, líf, þar sem vonin ekki er tál og trúin verðr sér aldrei til minnkunar, — persóna, sem allt veit og allt sér og dœmir rétt um alla hluti—ímynd góðleikans, sannleikans og heilagleikans. Þeirri persónu er óhætt að treysta. Henni er sjálfsagt að trúa. Þess vegna er trúin á einhvern guðdóm eins almenn og hún er, Þörfin til hennar er svo óumrceðilega r*'k í eöli j

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.