Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.05.1902, Side 10

Sameiningin - 01.05.1902, Side 10
42 sér, að þau eru hugsuð upp af þeim sjálfum, orðin til ein- göngu og algjörlega hér á jörðunni. Þetta á sér stað um öll hin svonefndu trúarbrögð heiðingja-þjóðanna, hvort sem þau eru kennd við Múhameð, Konfúsíus, Búdda eða Brahma. Þau eru einskonar heimspeki, sem trúarþörf mannsins hefir skapað sér. Kjarninn í þeim, sannleiksatriðið, er allir sann- gjarnir menn fúslega kannast við að þau hafi að geyma, er fálm mannsandans eftir hinum eina og sanna guði. Israelsþjóð var útvöld þjóð í þeim skilningi, að hún ein kom auga á skapara sinn, staðnæmdist frammi fyrir honum, svo hún fékk smásaman að komast í skilning um eðli hans — að hann elskar mennina eins og faðir elskar börnin sín. I hverju er þá guðstrúin fólgin ? Hún er fólgin í þessu fyrst og fremst, að maðrinn kemr auga á skapara sinn. Sál mannsins nemr staðar frammi fyrir þessari einstöku, andlegu persónu, sem er upphaf alls og allt hefir á valdi sínu. Fyrst vaknar lotningin, en svo um leið skyldleikatilfinningin. Þarna er upphaf og orsök lífs míns. Þarna er sá, sem eg á allt að þakka og mér er öldungis óhætt að treysta. Þá vaknar líka tilbeiðslan í mannssálunni. Maðrinn varpar sér fram fyrir þessa andlegu persónu, sem hann finnr að veit huldustu hug- renningar hans. Hann þakkar honum og prísar hann og biðr hann að hjálpa sér, eins og barn biðr föður sinn. En áðr en maðrinn komst svona langt, var guð að draga hann til sín, nær og nær sér, þangað til trúin og traustið vaknar í hjartanu. Við hvorttveggja kannast maðrinn ávallt sem guðs gjöf. Á þennan hátt finnr maðrinn guð.ekki af eigin rammleik, heldr fyrir það, að sá guð, sem vill opinbera sig fyrir mönn- unum, hefir verið að undirbúa hjarta hans og draga hann til sín. Á hvern hátt það verðr, er og mun ávallt verða leynd- armál, sem enginn maör fær til fulls skýrt, hvorki fyrir sjálf- um sér né öðrum. En hin innri meðvitund hans ber um það ótvírætt vitni: Þetta lifði eg, þetta hefi eg reynt, þetta geymi eg í sálu minni með eins mikilli vissu og það, sem eg hefi þreifað á líkamlega. Þess vegna segjum vér: Trúin er eitthvað, sem fram fer

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.