Sameiningin - 01.05.1902, Page 13
45
inn. Hann sendi þeim sinn anda í hjörtu sín. Þessi andi
leiddi þá í allan sannleika og starfaöi í hjörtum þeirra og gaf
þeim máttinn til að þjóna honum í kærleika og láta líf sitt
vera fórn, eins og hans líf hér á jörðu var fórn.
Á þennan hátt verör guöstrúin í Israel að kristilegri trú.
Maðrinn hlýðir ekki lengr af ótta fyrir hinum stranga föður,
heldr af því kærleikrinn þrýstir til hlýðni. Vilji föðursins er
ekki lengr eins og eitthvert ógnandi lögmál fyrir utan rnann,
heldr er hann búinn að fá vald yfir hjörtunum.
Hvernig kemst nú einstaklingrinn til þessarar trúar ?
Hvernig myndast trúin á Jesúm Krist í hjörtunum ? Ef vér
eigum að gjöra sjálfir grein fyrir trú vorri, rekjum vér byrjun
hennar ávallt eins langt niðr í œsku vora og endrminningin
nær. Vér munum þá eftir því, sem oss var sagt af föður og
móður eða einhverjum öðrum um guð og frelsara vorn Jesúm
Krist. Eða vér munum eftir því, þegar vér í fyrsta sinn bár-
um bœn vora fram fyrir drottin. En allir munum vér finna
til þess, að byrjun trúarinnar í hjörtum vorum hafi verið
löngu á undan því, er vér fáum munað eftir að vér erum
komnir til fullorðins áranna. Enginn man fyrstu bœnarorð-
in, sem fóru honum yfir varir ineðan hann var barn. Enginn
kristinn maðr, sem heyrt hefir börn bera fram bœnarorð um
leið og þau lærðu að tala, myndi vilja neita, að sú bœn geti
hafa verið sönn bcen og guði þóknanleg, hversu lítið vakandi
sem meðvitundarlíf barnsins enn þá er. Vér trúum því, að
hin fyrsta byrjun hafi verið í hjörtum vorum við skírnina; en
sú byrjun verðr ætíð leyndarmál, af því vor eigin meðvitund
segir oss ekkert um það, sem þá kom fram við oss.
En sú byrjun trúarinnar, sem vér fáum gjört oss nokkra
grein fyrir, átti sér stað í lífi voru, þegar vér komum auga á
mannkynsfrelsarann sem hina einstöku guðmannlegu persónu,
er uppfyllti alla trúarþörf hjarta vors. Vér sögðum þá ósjálf-
rátt með Tómasi: ,.Drottinn minn og guð minn!“ Vér fund-
um þá, að það að hafa séð hann er hið sama og að hafa séð
föðurinn. Vér vorum frá þeirri stund sannfœrðir um, að hann
og faðirinn eru eitt. Eftir því, sem vér komum honum nær,
báðum hann oftar, hugsuöum rœkilegar um hann í sambandi