Sameiningin - 01.05.1902, Side 16
48
son og hr. Tómas H. Jónsson, báöir úr skólanefndinni. En
verkefnin voru þessi:
I. ÍSLANDS LÝSING.
1. Hver er hnattstaSa Islands og stœrð? Hver er íbúa-tala? Hver
lönd liggja næst Islandi?
2. Hverjir eru flóar og helztu firSir?—eyjar og nes? og hvar?
3. Gef yfirlit yfir landslagiS. Hver undirlendi eru þar stœrst? Nefn
helztu jökla, eldfjöll og hraun.
4. Hver eru helztu fljót og ár á suðrlandi? — á vestrlandi? — á norðr-
landi? —á austrlandi?—Nefn þrjú stór stöðuvötn á Islandi?
5. Hvaða sýslur eru á svæðinu milli Breiðafjarðar og Húnaflóa?
6. Hvar á landinu er Reykjavík? — Akreyri? — Stykkishólmr? — Þing-
vellir?—Geysir?
II. SAGA ÍSLANDS.
1. Hver nam fyrst land á Islandi? og hvar? og hvaða ár? — Nafngrein
nokkra helztu landnámsmenn aðra. Og hvar settust þeir að?
2. Skýr lítið eitt frá Ulfljóts-lögum. Hver réð því, að sett voru fjórð-
ungsþing? og hve nær?—Hver kom á fimmtardómi? og hve nær?
3. tiverjir unnu mest að kristniboði á Islandi? Hve nær var kristin
trú leidd þar í lög? og með hverjum atvikum?
4. Seg frá þinginu mikla? Hvaða ár var það haldið? og hvað var þar
aðal-málið?
5. Iíverjir voru fyrstu innlendir biskupar á Islandi? Hve mörgbisk-
upsdœmi? Nefn biskupssetrin. Hvar var fyrsti skóli á Islandi? og
hver kom honum á fót?
6. Skýr frá merkasta skógarmanninum á Islandi.
III. ÍSLENZK RITGJÖRÐ.
Hvers vegna ætti ungmenni af þjóðflokki vorum hér f landi að læra
íslenzka tungu og leggja rœkt við íslenzkar bókmenntir?
Prófdómendum kom saman um, að ungmennin (6 dreng-
ir og 2 stúlkur) hefði yfir höfuð ágætlega skilið sig við tvö
fyrstu verkefnin og full-viðunanlega við hið þriöja.
Næsta kirkjuþing á Garðar; byrjar laugard. 21. Júní, kl. 10.30
f. m. — Sjá auglýsing í ,,Lögbergi“ 15. Maí 1902.
íslenzk nýja-testamenti eru nú að fá til kaups (60 cts.) hjá ritst. ,,Sam. “
„VERÐI LJÓSl"—hið kirkjule«a mínaðarrit þeirra séra Jóns Hel«asonar 0« Haralds Níels-
sonar í Reykjavík—til sölu í bókaverzlan H. S. Bardals í Winnipefj og kostar 60 cents.
,,EIMREIÐIN‘‘, eitt fjölbreyttasta oíí skemmtiletíasta tíinaritið á íslenzku. Ritgjörðir, mynd-
ir, söí»ur, kvæði. Verð 40 cts. hvert hefti. Fæst hjá H. S. Bardal, J. S. Bergmann o. fl.
,,ÍSAFOLD“, lamí-mesta blaðið á íslandi, kemr út tvisvar í viku allt árið; kostar í Ameríku
$1.50. H. S. Bardal, 557 Elgin Ave., Winnipeg, er útsölumaðr.
,,SAMEININGIN“ kemr út mánaðarlega, 12 númer á ári. Sunnudagsskólablaðið „Kenn-
arinn“ fylgir með ,,Sam.“ í hverjum mánuði. Ritstjóri „Kennarans" er séra N. Stein-
grímr Þorláksson, West Selkirk, Man. Árgangsverð beggja blaðanna að eins $1;
greiðist fyrirfram.— Skrifstofa blaðsins: 704 Ross Ave., Winnipeg, Manitoba, Canada,—
títgáfunefnd : Jón Bjarnason, (ritstj.), Friðrik J. Bergmann, Ólafr S. Þorgeirsson.
Björn B. Jónsson, N. Steingrímr Þorláksson.
Preutsmiðja Lögbergs. — Winnipeg.