Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1902, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.12.1902, Blaðsíða 15
mjög víötœk. Bókmenntaheimrinn t. d. er afar stór, og \ét veröum aö koma með smáúrvöl þaðan til að bera fram á menntamálafundum vorum. Því minna sem bókmennta- brotið er, sem fram skal borið, því ineiri vandi er að velja það svo, að það geti orðið að sem mestum notum. Allr sá fróð- leikr, sem á að hafa verulega menntalegt gildi, verðr að vera í samhengi. Sundrlausir fróðleiksmolar eru ekki menntun, Góð kvæði, tekin af handahófi og lesin, geta verið ágæt í sjálfu sér ; en ekki finnst mér þau þannig um hönd höfð muni hafa jafn-mikið menntalegt gildi eins og ef að eins einn rithöf- undr væri tekinn fyrir í senn, ágrip gefið af æfisögu hans, sýnishorn af því, er eftir hann liggr, borin fram, og svo ef til vill frjálsar umrœður um ritverk hans á eftir. Eg tek þetta aö eins sem dæmi. Það, sem eg hér á við, er það, að hver fundr fyrir sig ætti helzt að vera helgaðr sérstöku efni, eða jafnvel, að nokkrir fundir í samfellu tœki slíkt sameiginlegt efni fyrir, í stað þess eins og víða tíðkast að hrafla hinu og öðru alveg sundrleitu saman á þann og þann fundinn. Með því móti gæti fundirnir orðið til verulegrar uppbyggingar. En til þcss að þetta geti tekizt þurfa prógrömm fundanna að vera mjög vandlega fyrirhuguð af þar til kjörnum nefndum ; og er auð- sætt, að þetta er mikið verk og að það er mikill vandi, sem á nefndum þessum hvílir. I bandalagi voru í Winnipeg eins og víst mörgum öðrum, sem mér er ekki eins kunnugt um, hefir margt komið fram á fundum, sem mjög er fróðlegt í sjálfu sér. En mikið yantar á, að nokkuð af því hafi oröið oss eins minnisstœtt á eftir eins og þau hin injög svo frœðandi ágrip af forn-íslenzku ritverk- unum, sem þar hafa verið borin fram á fundum. Auðvitað er það, að sltkt verk hefir kostað mikla fyrirhöfn. En það er mér óhætt að segja, að þetta vcrk hefir borið mikinn árangr í menntunarlegu tilliti fyrir þá, sem þess hafa notið ; því þar höfum vér fengið samstœða fróðleiksheild ; s\ o vér ættum nti fyrir bragðið að hafa talsvert ljósa hugmynd um hinar forn- íslenzku bókmenntir, sem flestu unga fólkinu voru nálega ókunnar áðr. Eg hefi sagt þaö, sem eg ætlaði að segja viðvíkjandi

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.