Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1902, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.12.1902, Blaðsíða 4
14« inótíegt þorp, seni ekkert þaS hefir viö sig hiö ytra, er veki aðdáun manna nú frernr en í fornöld. Allt þar umhverfis er óbreytt frá því, er áör var. Sömu merkrnar og sanra loftið þar uppi yfir eins og forðum, þá er birta drottins ljómaði á þeim stöövum umhverfis fjárhirðana í nætrkyrrðinni og hinir himnesku herskarar englanna hófu upp lofsöng sinn til guðs hina fyrstu jólanótt. Svo lítil hefir breyting orðiö á siövenj- um og ástœðum fólks í landinu helga á liðnum öldum, að óhætt er að segja: Betlehem hlýtr að hafa litið út fyrir tveim þúsundum ára mjög líkt því, sem það þorp lítr út nú. Hinn litli bœr stendr uppi í klettaás einum, sem er eins og skeifa í laginu. Þetta er í Júdeu-fjalllendi skammt frá Jerúsalem. Stræti bœjarins eru svo mjó, að vögnum verðr að eins með naumindum um þau ekið. Fólkstala í Betlehem er'um 5,000. Eiginlega er að eins eitt verulegt stræti þar til — aðalstrætið, en margir smástígir liggja út úr því í allar áttir og rnjög óreglulega. Húsin eru úr gráleitum steini, og á þeim eru í stað glugga smuguop, sem lckað er með rimla- hlerurn. Svo gömul eru þau hús og óheilnæm, að í engu menntuðu landi þykir nú unanda við önnur eins híbýli. Fíkjutré, olíutré og döðlupálmar vaxa á bœjarásnum. Pílagrímum þeim, er heimsœkja Betlehem, fer fjölganda með ári nverju. Að morgni jóladagsins, meðan allt fólk í voru landi er í fasta svefni, nerna þar sem óttusöngvar tíðk- ast, leggja þúsundir pílagríma á stað frá Jerúsalem, gogn um jaffa-hliðið, áleiðis til Betlehem. Sumir þeirra eru ríöandi; en sökum þess, hve afskaplega vondr er vegrinn og lélegir vagnar og hestar, kjósa flestir heldr að fara fótgangandi. Þá er til Betlehem er komið, þyrpast pílagrímarnir vanalega saman í Maríukirkjunni, sem stendr á torgi bœjarins og hefir reist verið fœðing Krists til hciðrs. Nokkrir úr hópi pílagrím- anna skunda þó oftast í mestu ákefð út úr bœnum til stöðva þeirra, er kenndar eru við fjárhirðana. Þar er þeim bent á lilett einn helgari, þar sem engill drottins, niðr stiginn af himni, birtist fjárhirðunnm. Geta má Jress, að veðrið í Gyðingalandi er ávallt mjög liaprt í Desembennánuði, einkum þó að nætrlagi. Klerkr

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.