Sameiningin - 01.04.1903, Blaðsíða 5
21
babylonska goSafjalli, því ömurlega beinahúsi rotnunar og
dauöa?‘
,, Slíkt trúarhugrekki er oröiö sjaldgæft í Þýzkalandi. En
því fremr fögnum vér yfir því, aö Hilprecht kom opinberlega
fram til þess meö svo heitum og einbeittum orðurn, aö halda
uppi friðhelgi hins opinberaöa sannleika. ‘ ‘
þaö, sem ber á milli í skoöunum þeirra Hilprechts og
Delitzsch viövíkjandi uppruna guðstrúarinnar í Israel, snertir
gamla testamentis ,, kritík ‘ ‘ nútíðarinnar í hennar dýpstu rót.
Og fæst hér bending um það, að ,,niörstaöa“ sú, sem guð-
frœðis-, ,vísindamennirnir“ á íslandi hafa veriö að prédika í
seinni tíö, muni ekki vera svo alveg fullsönnuö og óyggjandi.
Annars hefir Delitzsch út af mótmælum þeim, sem kenn-
ingar hans um uppruna Mósesar-lögmáls urðu fyrir, til stórra
muna dregið úr þeim staöhœfingum sín-um. Hann kveöst nú
ekki vilja halda því fram, að það lögmál eigi rót rína að rekja
til Babyloníumanna, heldr aö eins, aö inn í þaö hafi slœðzt
babylonskar hugmyndir.
Hvers vegna trúi eg á Jesúm Krist?
Eftir hr. guOfrœOis-kandídat Jón Þorvaldsson.
Eins og kunnugt er þá er Jesús Kristr aöal-hyrningar-
steinn kristindómsins, og meö trúnni á guödóm hans stendr
kristindómrinn og fellr. Ef sú trú er sönn, þá er engum vafa
undirorpið, aö kristindómrinn er sannleikr og hin kristilega
kirkja er grundvölluð á óbifanda bjargi. En ef sú trú reyndist
ósönn, þá er þaö á hinn bóginn deginum ljósara, aö kristin-
dómrinn er ekki sannleikr, og kristin kirkja væri þá á sandi
byggb. En þar sem trúin á guödóm Jesú Krists hefir slíka
þýöing fyrir kristindóminn, þá er þaö augljóst, aö þaö stendr
engan veginn á sama, hvernig vér stöndum gagnvart þessu
atriöi trúar vorrar; þaö stendr engan veginn ásama,'hvort vér
trúum á guödóm Jesú, eöa eigi. En þó sýnir dagleg reynsla,
aö þeir eru svo sorglega margir, sem láta sér standa á sama
um þetta, og ganga fram hjá Jesú, rétt eins og hann