Sameiningin - 01.04.1903, Blaðsíða 16
32
—segir ,,Þjóðviljinn“ — ,,að raflýsa kirkjuna og kostnaðr vi5
það áætlaðr um 2 þús. kr. “ Fólkstala safnaðarlima er sögS
um eitt þúsund. Embættismenn og kaupmenn, sem bezt
hafa peningaráS, eru ekki í hópi þessum. Má kirkjubygging
þessi því teljast eigi lítiS þrekvirki af söfnuSinum. Og hvaS
sem kann aS mega segja um andlega lífiS meSal þess fólks,
þá virSist þaS þó meS fyrirtœki þessu hafa sannaS, aS frjáls
kirkja, valdstjórninni algjörlega óháS, geti, þrátt fyrir fátœkt
almennings, þrifizt á íslandi eins og í öllum öSrum löndum.
íslenzka er nú viSrkennd sem regluleg námsgrein fyrir þá
nemendr, sem þeirrar kennslu óska, í fyrsta og annars árs
deildum College-skól&nna. hér í Winnipeg. Snemma í þessum
mánuSi varS þetta eftir talsverSa baráttu samþykkt meS meiri
hluta atkvæSa af hinni sameiginlegu kennslumála-stjórnarnefnd
þeirra skóla. AS undanförnu hefir sú námsgrein aS eins veriS
leyfS í undirbúningsdeild Wesley-skólans meS tilliti til íslend-
inganna, er þar hafa stundaS nám.—Væntanlega fær tunga
vor hér enn meiri viSrkenning síSar.
Séra FriSrik Hallgrímsson á Útskálum hefir svaraS
prestskölluninni frá Argyle-söfnuSunum því, aS hann taki
henni. Hann býst viS aS koma hingaS vestr í ÁgústmánuSi.
ÞýSing sú eftir hr. Jón Runólfsson á enska sálminum
Jesus, Lover of my Soul, sem birtist í þessu blaöi, er ekki aS
öllu leyti ný. Sami maSr sneri sálminum fyrir nokkrum ár-
um á íslenzku, og sú þýSing stendr í ,,Kennaranum“ III, 2
(Des. 1899). Þá þýSing hefir hann síSan endrskoSaS og til
stórra muna bœtt. Og þessi endrbœtta þýbing kemr nú í
,,Sam. “ Hinn enski frumhöfundr sálmsins er Charles Wes-
ley (+ 1788). Hann er stór-frægr fyrir sálma-skáldskap sinn,
og þessi sálmr er einn af hans allra ágætustu sálmum.
Hr. Ólafr S. Thorgeirsson, 644 William Ave., er féhirðir ..Sameiningarinnar".
..VERÐI LJÓS!“—hið kirkjulega mánaðarrit þeirra séra Jdns Helgasonar og Haralds Nfels*
sonar í Reykjavík—til sölu í bdkaverzlan H. S. Bardals í Winnipeg og kostar 60 cents.
,.E1MREIÐIN“, eitt fjölbreyttasta og skemmtilegasta tímaritið á íslenzku. Ritgjörðir, mynd*
ir, sögur, kvæði. Verð 40 cts. hvert hefti. Fæst hjá H. S. Bardal, J. S. Bergmann o. fl.
,,ÍSAFOLD“, lang-mesta blaðið á íslandi, kemr út tvisvar í viku allt árið; kostar í Ameríku
$1.50. H. S. Bardal, 557 Elgin Ave., Winnipeg, er útsölumaðr.
„SAMEININGIN" kemr út mánaðarlega, 12 númer á ári._ Sunnudagsskdlablaðið ,,Kenn*
arinn" fylgir með ,,Sam.“ í hverjum mánuði. Ritstjdri „Kennarans" er séra N. Stein-
grímr Þorláksson, West Selkirk, Man. Argangsverð beggja blaðanna að eins $1;
greiðist fyrirfram.— Skrifstofa ,.Sam.“: 704 Róss Ave., Winnipeg, Manitoba.Canada.—
Útgáfunefnd: Jón Bjapnason, (ritstj.), Friðrik J. Bergmann, Ólafr S. Þorgeirsson,
Björn B. Jónsson, N. Steingrímr Þorláksson.
Prentsmiðja Lögberga. — Winniptg.