Sameiningin - 01.04.1903, Page 11
27
En þó a5 Jesús hafi nú ekki vísvitandi sagt ósatt, er það
þó ekki hugsanlegt, aö hann hafi gjört þaö óafvitandi, blekkt-
ur af rangri ítnyndun, og hafi þannig verið ringltrúarmaðr?
Slíkt er óhugsanlegt, og vitna það auk annars athafnir hans.
Hvað sem Jesús aðhefst, þá finnum vér aldrei hjá honum
þann ákafa og ofstopa, sem er einkenni ringltrúarmanna.
Geðshrœringarlaus er hann reyndar ekki. Vér sjáum, að
hann hryggist, gleðst, og reiðist af heilagri vandlæting. En
ávallt ’nefir hann fullkomið vald yfir geðshrœringum sínum.
Ekki finnum vér hjá honum trú á drauma eða fyrirburði, sem
ringitrúarlífið er svo auðugt af; og með því að bera líf hans
saman við líf einhvers þess ringltrúarmanns, er vér þekkjum,
getum vér bezt sannfœrzt um, hvílíkt djúp er staðfest á milli
hans og þeirra.
Af því, sem hér að framan er sagt, vona eg að það verði
Ijóst, að bæði líferni Jesú og kenning vitnar um guðdóm hans.
Eg hefi enn þá gengið fram hjá kraftaverkunum, sem margir
telja svo þýðingarmikil, og vitna þegar til, ef þeir vilja leiða
rök að guðdómi Jesú. Eg hefi gjört það vegna þess, að mér
finnst kraftaverkin eigi hafa eins mikið sönnunargildi og al-
mennt er álitið. Það eru fleiri en Jesús, sem hafa gjört
kraftaverk. Móses gjörði kraftaverk, þegar hann framleiddi
vatnið á eyðimörkinni, með því að slá staf sfnum á hellustein-
inn. Spámaðrinn Elfsa gjörði kraftaverk, þegar hann lífgaði
son ekkjunnar í Súnem. Margir af postulunum gjörðu einnig
kraftaverk. En það er þó eitt kraftaverk Jesú, sem eigi verðr
gengið fram hjá í þessu sambandi, með því að það er svo sér-
stakt í sinni röð. Þetta kraftaverk er upprisu-undrið. Vér
eigum hér líka því láni að fagna, að upprisa Jesú er sem sögu-
legr atburðr eins vel rökstudd og nokkur sögulegr atburðr getr
verið. En eins og kunnugt er, þá er á þeim atburði grund-
völluð trúin á Jesúm Krist sem sigrvegara dauðans og lávarð
lífsins.
En allir þessir ytri vitnisburðir, sem trúin á guðdóm Jesú
Krists styðst við, geta eigi orðið fullnœgjandi fyrir einstakling-
inn, nema þvf að eins að innri vitnisburðir hjarta hans boetist
við. Til þess aö-geta trúað á Jesúm Krist verö eg að hafa