Lífið - 01.01.1938, Page 8
LÍFIÐ
6
áunnist kerfi af lögum, sem hafa sígilt og óendan-
legt gildi, kerfi af lögum þeirra sanninda, sem eru
fullkomin, óafmáanleg, og fyrir þau og með þeim
getur lýðveldið staðist gagnrýni sögunnar og mætt
fyrir dómstóli þjóðarinnar á þessari stundu og héð-
an í frá rólegt og örugt um rétt sinn (Ágætt!)
Þetta er ekki lítið. Fyrir mig er það alt. Það er ekki
lítið, vegna þess, að með því að eiga þennan sann-
leika, getum vér gert fyrirskipanir um að grípa
til vopna, bannað að leggja þau niður. Þessi sann-
leikur, er gagntekur huga hvers þess manns, sem
ber það nafn með réttu, að heita Spánverji, gerir
kraftaverk. Því þegar ljós sannleikans hefir fengið
inngöngu í huga hans og tekið sér þar varanlegan
bústað, þekkir Spánverjinn, sem umheiminum þyk-
ir lítið í varið, og litið er á smáum augum, engar
takmarkanir á sinni eigin lýðhollustu. Hann er þá
líka gjafmildur mannvinur, sem fórnar öllu, sem
hann á, heilsu, limum, lífi, í þágu þjóðarinnar og
mannkynsins. Hann vinnur líka á, þótt hægt fari,
því hann er þrautseigur, yfirvinnur með tímanum
allar hindranir og mótstöðu og reynist að lokum
ósigrandi. Fordæmi hans er mikilvægt fyrir baráttu
alþýðu annara þjóða og þá, sem stjórna henni, því
tilvera alþjóðamenningarstarfsemi grundvallast á
virðingu fyrir rétti og réttlæti; þannig, að hér er
ekki að eins um að ræða siðgæðislegaskuldbindingu
og skyldu, heldur lagalega skuldbindingu og skyldu
— lögsagnarumdæmislega, til þess að viðurkenna
opinberlega og kunngera þennan rétt og þessi rétt-
indi, á hvaða tíma, sem er og hvar, sem er, eins og