Lífið - 01.01.1938, Page 418
IjÍFIÐ
416
Þýð.), sem hinir undirgefnu, slóðaburðarmenn,
skottfrakkariddarar og aðrir aftan-í-ossar bera, unni
frelsinu af öllu h.jarta, og barðist hraustlega gegn
þeim, sem þjóna bara vegna embætta og' fjár, en
fyrir þá, sem ekki gátu launað með öðru en þakk-
látssemi. Þó var hann ekki að líta eftir neinu slíku
sem þakklæti eða þakklátsemi. Fjarri fer því! í
sjálfu sér var það ekki viðurkenning á manngildi
hans, né verkum hans, er hann sóttist eftir, heldur
árangur af hugsjónastarfsemi sinni. Um lof og last,
sem slíkt, lét hann sér í léttu rúmi liggja, enda
kom það á daginn, að hann reyndi meira vanþakk-
læti af þeim, er hann hafði helgað líf sitt, en er
hlutskifti flestra, ef ekki allra manna, sem í sög-
unni lifa.
I þeirri von, að með því gæti hann fært frelsið
nær fólkinu, reit hann ,,Mannréttindi“ (Menschen-
rechte) bók, er liggur til grundvallar öllu
verulegu frelsi, er Englendingar gleðjast yfir enn
í dag — bók, sem kendi Englendingum mál nátt-
úrunnar, og með því sannfærði hann miljónir
manna um, að þeir væru allir börn sömu móður,
sem bæri jöfn hlutdeild í gjöfum hennar. Sérhver
Englendingur, er hefir sigrast á di'otnandi skoð-
unum og hugmyndum ársins 1688, ætti með ást
og aðdáun að minnast Thomas Paines. Sárhver
Englendingur, sem gert hefir tilraun til að útrýnia
misnotkun, ia.ð draga úr forréttindum krúnunnar,
að gera kosningaréttinn víðtækari, að hætta að
skattleggja vísindin, að auka og vernda mál og
ritfrelsi, að berjast gegn mútum, undir nafninu eft-