Lífið - 01.01.1938, Page 25
23
LÍFIÐ
sig er fordæmt af heiminum, sem horfir á hvað
fram fer hjá oss, og sem ólgar af tilfinningu fyrir
réttlæti og frelsi. Það gerir þetta ekki betra, að
allir vita nú, að herskipaflota leyfist að ráðast á
borg við sjó upp úr þurru, án minstu hættu við
afleiðingarnar. Þetta er verknaður, framinn
frammi fyrir öllum heiminum, en hefir þó alls
engar afleiðingar í för með sér fyrir þann aðila,
sem fremur hann! (Mikið lófaklapp). Alþjóðalög
hafa aldrei verið á síðari tímum brotin áþreifan-
legar en í þessari styrjöld. Það er hætt við eftir-
lítið á sjó, segi eg, þegar auðsætt er, að með því
er ekki hægt að eyðileggja oss. Augliti til auglitis
við tvenskonar afstöðu, þ. e. tvöfeldni Vesturveld-
anna, er birtist sem stjórnkænska þeirra á sviði
hlutleysisnefndarfargansins í London, hefir skotið
upp tillögu um málamiðlun, en með því hyggjast
lýðræðishræsnarar, sem nú stjórna örlögum lýð-
frelsisins í vesturhluta álfunnar, að finna „heið-
virða“ smugu út úr blekkinga- og svikavefi sínum.
Vér hinir, með hinum suðræna anda, eða — eins
og stundum er sagt, oss til vansa, með vorri lat-
nesku sál, sem þýðir hugsun myndaða og mótaða í
dýrkun rökfræðinnar, með hæversku til að hlýða
á, sem leyfir oss ekki að kannast við, að tveir og
tveir séu sextán. Vér hinir, með þannig mót eða
hugsun, álítum að samningar, málamiðlanir, séu
mögulegar, að slíkt sé oft gert með hygni og
góðum skilningi, þegar það grundvallast á jafn-
gildi réttinda þess, sem um er deilt, eða þar sem
lögmætar hagsmunakröfur rekast á, og það er