Lífið - 01.01.1938, Page 549
547
LIFIÐ
Umræður um félagsleg spursmál, fréttir úr verk-
smiðjum, lýsingar á viðburðum yfirleitt — alt var
litað af Flint, er fór í blindni, í einu og öllu, eftir
fyrriskipunum og samkvæmt vilja yfirboðara sinna.
Brátt starfaði besti klæðskerinn í ,,City“ eftir Flints
geðþótta. Flint átti flotta bifreið (limousine), stæði-
lega konu af auðmannaætt, er stóð til að erfa digra,
sjóði, fríð lönd og frjósöm — virðingarverða inn-
stæðu í bankanum. Það var tilvinnandi, að selja sig,
til þess að geta lifað svona lífi. En það var þó eftir
eitthvert brot — leifar — af samvisku. Hann var
ekki alveg fyllilega ánægður. Hann varð, loks, út-
Sáfu-auðfélaginu og ritstjórninni ómetanlegur. Það
Var litið svo á, að án hans væri ekki hægt að lrfa og
starfa að þessu fyrirtæki með jafngóðum árangri.
Auðjötnarnir — eigendur blaðsins — voru farnir að
kvíða fyrir, að,ef til vill, kynnu þeir að verða að sjá
af honum, fyr en varði, t. d. á þann hátt, að það yrði
boðið svo hátt í sannfæringarleysi hans, að slíkt
stæðist hann auðvitað ekki. Reyndar höfðu þeir nú
vaðið, að nókkru fyrir neðan sig. Þeir höfðu tekið
af honum loforð — ekki skriflegt að vísu — en í
aUa staði ,,hátíðlegt“, eigi að síður, þar sem hann
skuldbatt sig, að ráða sig ekki í þjónustu annars
staðar, án vitneskju þeirra. Þetta dálæti á honum
'ar ógn eðlilegt. Hann reit svo skelfilega tvírætt,
Svo djöfullega ísmeygilega, að verkalýður og lág-
launamenn — kjarni auðvaldsþrælanna — létu sem
slikan annan mann gætu þeir hvergi fyrirfundið.
fJessi lýður myndaði meginfjölda áskrifenda þessa
blaðs -— þessa ópíums gegn öllum vekjandi sann-