Lífið - 01.01.1938, Page 407
405
LIFIÐ
Allir vinir sannleika, réttlætis og mannúðar, sem
dirfðust að viðurkenna manngildi og afrek Paines,
sættu ótakmarkaðri fyrirlitningu, eða stungið var
blátt áfram upp í þá, með hótunum eða mútum, svo
þeir steinþögnuðu.
Loks, eftir að hann virtist næstum fallinn í
gleymsku, hefir líf hans verið ritað af Moncure
D. Conway, og hér er hin raunverulega saga Thom-
as Paines, um þær tilraunir, sem hann gerði, og
það, sem hann kom í framkvæmd, um það, sem
hann kendi og það, er hann þ.jáðist. Frásögn Con-
ways er auðug að skilningi, sannleikanum sam-
kvæm. Hann lætur öllum heiminum í té hið rétta
i_nat, trygt með sögulegum sannreyndum, á Thomas.
Paine.
Héðan í frá hefir rógberinn enga frambærilega
afsökun.
Sá, sem les bók Conways, kemst að raun um, að
Thomas Paine var meira en ættjarðarvinur, að
hann umfaðmaði af ástúð, ekki feðrastorð sína ein-
Söngu, heldur mannkynið alt. Hann kemst að raun
Ur>i, að hjarta Paines sló af samúð og meðlíðun
eða meðaumkun við alla, sem áttu bágt, án tillits
trúarbragða, kynþáttar, föðurlands, eða litar,
h- e. það var sama hvort maðurinn, sem undirok-
&Öur var, var hvítur, svartur, rauður, gulur eða
hi’únn. Hann kemst að raun um, að Paine, þessi
aítætismaður, hikaði ekki eitt augnablik við að
Hiðast á hina drotnandi stétt þess lands, þar sem
hann var fæddur: „svik að fremja gegn konung-
Iuum“, eins og það var kallað, — í því skyni að
L