Lífið - 01.01.1938, Page 51
49
LÍFIÐ
vora, um Spán vorn, hugsa eg um alt, sem hér er
til líkamlegt, siðgæðislegt, andlegt; eg hugsa
um jarðirnar, hvort sem þær eru frjósam-
ar eða skrælnaðajr, um hin ýmáu bygðalög,
hvort sem þau eru undir eldi uppreisnarinnar
eða ekki, háslétturnar, aldingarðana, ávaxtatrén,
hinar ýmsu málvenjur eða mállýskur (dialectos
differentes), staðbundnar arfsagnir og persónu-
leika þjóðarinnar. Eg hugsa um alt þetta: en alt
þetta, í heild, sameinast í einni og sömu sögu, sem
ljómar af hetjudáðum, grundvallar siðgæðis-veru,
iifandi innihald, er vér nefnum Spán. Hann er það
sem hér er til. Fyrir hann berjumst vér, á svæð-
um, þar sem stríð var hafið, í því skyni að tortíma
Spáni: Þetta er þá svo sem ekki ímyndað landsvæði
eða í hillingum sprottið upp úr orðabókum, eða þar
sem fræðileg athugun á ekkert sameiginlegt við
i’aunveruleikann í spönsku þjóðlífi. Það er stað-
reynd. Á Spáni er borgarastyrjöld — á vorri fóst-
urgrundu vorum vér sjálfir, lýðræðissinnarnir,
sviknir í trygðum, og neyddir til að verja lýðræði
vort til síðasta blóðdropa. Allir, hvort sem þeir
mæla á vora eigin tungu eða á þær, sem talaðar
eru annars staðar í landinu; allir verðum vér
þess varir, að vér störfum í þjóðlegri hreyf-
ingu og innan allra vébanda hennar. Sjálf-
sagt er, eftir að sigur er unninn og friður er
fenginn og eftir stærð lýðveldisins, og eins
°g upplyfting spansks félagslífs verður mikil og
varanleg, að vér setjum nafnið Spánverji hátt —
höfum þá viðurkenningu, sem honum ber, í heiðri.
/77. árg. 4