Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1955, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.10.1955, Blaðsíða 5
Sameiningin 27 Ritstjóraskipti Á 70. ársþingi kirkjufélagsins, sem haldið var að Gimli, Man., í s.l. júnímánuði, var það ákveðið með einróma sam- þykkt að fela séra Braga Friðrikssyni ritstjórn Sameiningar- innar næsta ár. í þessu ákvæði kirkjufélagsins felst alls engin van- traustsyfirlýsing gagnvart fráfarandi ritstjóra, heldur er hér um að ræða ákvörðun þingsins til að nota nýja og ágæta starfskrafta, sem félagið hefir eignast með komu hins unga og vinsæla prests í Nýja-íslandi. Vonir kirkjufélagsins standa til þess, að með þessum ritstjóraskiptum verði Sam- eiriingin víðfeðmari og fjölbreyttari um efnisval, en að undanförnu. Að sjálfsögðu heldur blaðið öllum fyrri áskrif- endum sínum eins fyrir þessa breytingu, og eignast vonandi marga nýja lesendur bæði hér vestra, og á íslandi. Hinn nýi ritstjóri mun á sínum tíma gera grein fyrir stefnu blaðsins í einstökum atriðum. En eins og ávallt, verður blaðið mál- gagn kirkjufélagsins, og hinnar almennu evangelisku kristni. Fráfarandi ritstjóri óskar nýja ritstjóranum til ham- ingju með það traust, sem kirkjufélagið sýnir honum með því að fela honum þetta þýðingarmikla starf, og lesendum Sameiningarinnar sömuleiðis með hið nýja viðhorf, sem brátt mun birtast í dálkum blaðsins. —Valdimar J. Eylands ☆ ☆ ☆ Það er með tvíþættri hugsun, sem ég tek við ritstjórn þessa blaðs og ber margt til. Saga Sameiningarinnar er orðin löng og merkileg. Ritið hóf göngu sína í marz 1886 og er elzta tímarit íslenzkt um kirkjuleg mál og einnig elzta blað meðal Vestur-íslendinga, sem stöðugt hefur komið út. Hún átti að vera málgagn hins íslenzk-lúterska kirkjufélags og til stuðnings kirkju og trú á þeim vettvangi. Blaðið hefur notið ritstjórnar ágætra manna og mun engum óvirðing gerð, þótt nafn séra Jóns Bjarnasonar sé í því sambandi sérstaklega nefnt, því að hann lagði grundvöllinn að út-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.