Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1955, Síða 11

Sameiningin - 01.10.1955, Síða 11
Sameiningin 33 Gáfu menn að lokum fé, sem skyldi senda heim. Lögðu þar Vestur-ísiendingar sinn skerf fram í þessu mikla máli. Auk nútíðarinnar og framtíðarinnar, sem mest var rætt á þinginu, var horft til baka, og rifjað upp, það sem á dagana hafði drifið. Var það skemmtilegt á að hlýða og fróðlegt mjög. Framtíðin er enn sterkari söfnuðir og stofnun nýrra safnaðar. Skýrði séra Eric H. Sigmar frá starfi sínu, sem er fólgið í því að ganga hús úr húsi og ræða við fólk um stofnun safnaðar. Hefur hann þegar á skömmum tíma heim- sótt mörg hundruð heimili og safnaðarhugmyndin er komin vel af stað. Þegar hinn endurkjörni forseti, dr. Valdimar J. Eylands, sleit þessu afmælisþingi, kvaddi hann fulltrúana og þakkaði þeim vel unnin störf, sem nú væri þeirra sjálfra að sjá um, að bæru raunverulegan árangur í hinum ýmsu söfnuðum. Kirkjuþinginu var lokið, fulltrúarnir héldu hver heim til sín, og ég var hrifinn.af þeirri mynd af kirkjulífi vestanhafs, sem ég hafði nú kynnzt. ------------☆------------- „Legg þú út á djúpið" Prédikun rftir séra HARALD STEINGRIM SIGMAR [Sá háttur hefur verið tekinn upp á Gimli að kveðja fiski- mennina, sem á hverju vori fara til veiða á Winnipegvatni. Fer þá fram Guðþ.iðnusta í kirkjunni á Gimii og' sú ræða, er hér birtist, var flutt 29. maí s.l., en það var fjðrða vorið siðan slíkar athafnir hðt'ust við brottför fiskimannanna. Messu þessari var útvarpað. Fyrrverandi prestur Gimlisafnaðar, séra H. S. Sigmar, mun hafa átt mestan þátt í því að koma þessum þætti kirkju- starfsdns í framkvæmd og fer vel á því, að Sameiningin birti hér prédikun hans, því að hún hefur að geyma tímabæran og já- kvæðan boðskap. Ræðan er Þýdd úr ensku og birtist hér nálega 011.] TEXTI: „Legg þú úl á djúpið . . ." (Lúkas 5:4.) Á hverjum Drottins degi, er ég prédika í þessari nýju kirkju, verður æ þrennt mér til hrifningar: Fyrir framan mig í prédikunarstólnum er opin Biblía, í bekkjunum situr fólk, sem hlýðir hugfangið á orð Guðs, og er ég lít fram til dyra blasir við augum mínum fagurlega skreyttur gluggi, er bregður upp mynd frá Galelíuvatninu. Á vatninu sést fiskibátur og menn, sem eru að draga inn net hlaðið

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.