Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1955, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.10.1955, Blaðsíða 12
34 Sameiningin fiski. Á ströndinni stendur Frelsarinn með upplyftri hendi eins og hann vilji flytja blessun. Og á báðar hliðar við gluggann ljómar sólskinið um þessar setningar: „Verið mannaveiðarar“, og orðin, sem ég hef valið mér að texta á þessari fjórðu hátíð fiskimanna á Winnipegvatni: „Legg þú út á djúpið“. Frásagan, sem vér heyrðum í Guðspjallinu, hefst með því, að Kristur talar til nokkurra mjög vonsvikinna fiski- manna. Þeir höfðu erfiðað lengi og fenglaust. Augljóst var, að þeir ætluðu ekki að reyna aftur, því að þeir voru að þvo net sín. Mitt í andstreymi þessu talar Jesús til Símonar Péturs og hvetur hann til að leggja út á djúpið og leggja netið enn einu sinni. Pétur er hikandi. Hverja þýðingu mun það hafa. Þeir höfðu setið við alla nóttina og ekki orðið varir og allt, sem þeir höfðu fyrir erfiði sitt var bakverkur og þreyta. Svar hans varð samt slíkt, að það gerði hann að frægasta fiskimanni sögunnar: „En eftir þínu orði vil ég leggja netin.“ Jesús launaði honum hlýðnina með gnægð fiska. En það voru samt minnstu launin, því að með trausti sínu á Kristi fann Pétur sjálfan sig. Fylgd hans við Frelsar- ann gjörði Pétur að leiðtoga hinnar kristnu kirkju. Ákvörðun hans hafði í för með sér þreytu, hættu, efnahags- legt öryggisleysi, baráttu, fórnir og píslarvættisdauða, en líf hans fékk á hinn bóginn tilgang, takmark og sigur. Og á þessum degi halda milljónir kristinna manna hátíðlegan Hvítasunnudaginn, fæðingardag kirkjunnar, sem stofnuð var fyrir kraft Heilags Anda Guðs og reist á trú lítt þekktra fiskimanna frá Galelíu, sem áttu kjark til að fylgja Jesú Kristi. Á þessum hátíðisdegi kirkju sinnar vill Kristur einnig beina orðum sínum til vor mitt í vondeyfð og erfiðleikum. Margir líta framtíðina vonlitlu auga. Það eru ekki eingöngu fiskimennirnir á þessu vatni, sem enn mega búast við lélegri vertíð. Uppskeruvonir bændanna í sléttufylkjum þessum hafa einnig dofnað sökum hinna stöðugu rigninga og flæðir nú víða yfir stór svæði. Verzlunarmenn óttast framtíð at- vinnuvegar síns og unga fólkið, sem hlakkaði til sumar- leyfisins, lítur varhugult hækkandi dag. Fjöldinn af eldra fólkinu finnur sárt til þunga áranna án þess öryggis, sem gott heimili ásamt hlýju og ástúð getur veitt. Þungbærara

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.