Sameiningin - 01.10.1955, Blaðsíða 13
Sameiningin
35
er þó vonleysi fólks á öllum aldri, er við sjúkdóma stríðir.
Líkami haldinn þungum kvölum, hugsýki af völdum flók-
innar áleitni nútímans, blindi maðurinn í myrkri sínu,
magnvana barnið og drykkjumaðurinn í örvæntingu sinni.
Við allt þetta fólk og marga fleiri mundi Frelsari vor vilja
segja: Verið hugrakkir. Verið glaðir, því að ég hef sigrað
heiminn. Gefizt ekki upp né fórnið höndum á strönd lífsins
í sjálfsmeðaumkun. Legg út á djúpið. Óttizt ekki, því að ég
er ávallt með yður, allt til enda veraldarinnar.
Ætíð hefur verið til mótlæti og þrautir í heimi þessum.
Drottinn notar raunverulega erfiðleika lífsins til að reyna
oss og búa oss undir eilíft takmark vort. Vér lifum sannar-
lega á reynslutímum, því að auk allra einstaklings- og
félagslegra vandamála, sem á oss leita, þá er hin stöðuga
stríðshætta, er jafnvel ógnar tilveru sjálfs mannkynsins.
Hin kristilega og lýðræðislega lífsskoðun vor á nú í hörðu
prófi og vel getur verið, að það sé megin ástæðan fyrir
vaxandi trúaráhuga nútímans. Það er augljóst að trúin á
fleiri fylgjendur á þessu meginlandi nú, en áður eru dæmi
til. í nálega hverju tímariti er að minnsta kosti ein grein um
trúmál. Bækur og tónlist um trúarleg efni seljast einna
bezt og kvikmyndir, sýningar og sjónvarpsdagskrár um
þessi efni eiga auknum vinsældum að fagna. Hin kristna
trú er æ meir umræðuefni manna á meðal og meira er nú
ritað og lesið um kraft bænarinnar en nokkru sinni áður.
Kirkjusókn sívex og söfnuðum eykst fylgi.
Á hinn bóginn fara glæpir og siðleysi í vöxt. Svo mjög
hefur verið talað um afbrot unglinga, að fólk er flest orðið
áhugalaust um þau mál. En samfara sundurlausn heimilis-
lífsins eru afbrot ungmenna orðin böl þessarar aldar. Við
samþykkjum þegjandi slíkan ófögnuð sem óskiptan þátt
hins daglega lífs. Kristnar dyggðir svo sem heiðarleiki og
ráðvendni, skírlífi og hreinlyndi, góðsemi og vinsemd verða
sífellt að rýma fyrir tækifærishug og eigingirni, hófleysi og
spillingu, ágirnd og afbrýði. Sannarlega mundi spámaður-
inn Jesaja, mætti hann nú mæla, flytja hinni trúreika kyn-
slóð vorri enn á ný þennan boðskap Guðs: „. . . Þessi lýður
nálgast mig með munni sínum og heiðrar mig með vörum
sínum, en fjarlægir hjarta sitt langt í burt frá mér . . .“
(Jes. 29:13.)