Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.10.1955, Side 14

Sameiningin - 01.10.1955, Side 14
36 Sameiningin Vér vottum Drottni hollustu vora, en vér gjörum hann eigi að leiðtoga lífs vors. Vér mælum með ýmsum bókum og ritgerðum um bænina, en biðjum ekki sjálf. Vér kaupum Biblíuna mikið, en setjum hana ólesna í bókaskápinn. Vér lofum Drottinn Jesú Krist, en förum eigi að fyrirmælum hans. Ef til vill er ástæðan sú, að enda þótt vér Norður- Ameríkumenn mundum rúslega fullyrða, að Kristur sé eina von heimsins og samþykkja einróma, að hann væri eini vegurinn, er ekki leiddi til upplausnar og eyðingar, mundum vér samt vera of drambsamir og heimssinna ,að vér þyrðum eigi að leggja oss í áhættu fyrir trú vora, hirðulausir um þá hættu, er því fylgdi fyrir oss sjálfa og börn vor. í hinum frjálsa heimi dást allir hugsandi og sanngjarnir menn að Pétri postula, en oss skortir hlýðni og þrek hins mikla fiskimanns við vilja Krists og því reynist trú vor oft jafn árangurslaus og sú veiðiför yrði, ef þið fiskimenn eydduð öllum tímanum í landi til skrafs um beztu miðin eða gæði nýjustu nylon-netjanna. Á sama hátt og Jesús hvatti fiskimennina til að leggja út á djúpið og leggja netjum sínum svo mælir hann til oss allra um að gera slíkt hið sama í lífi voru. Hann mundi vilia segja við oss nú: Legg út. Legg þú út á djúið. Legg út í þeim anda trúar og vonar, sem einkenndi áhættusama för hinna þrekmiklu landnema, er sigldu höfin víð í leit að heimili í óbyggðum þessa meginlands. Vér njótum blessunar af verkum þeirra í þessu frjálsa og góða landi. Á meðal ómetanlegra verðmæta, sem íslenzkir landnemar á þessum slóðum fluttu með sér, er sálmur sá, sem sunginn verður að lokinni ræðu minni. Efni hans er hvatning Krists um að leggja út á djúpið án ótta eðá hiks. Legg á djúpið í bæn. Daglegt starf vort ristir of grunnt, en bænin veitir lífi voru fyllingu, því að á þann hátt finnum vér nálægð Guðs sjálfs. Hann bregður birtu á sálarlíf vort, beinir eigingjörnum óskum vorum á rétta leið og bætir úr hverri brýnni þörf. Kristófer Kólumbus var viss um að jörðin væri hnöttótt og því mögulegt að sigla í vesturátt til Indlands. Hann lagði út á ókannað djúpið og uppgötvaði stórum meira, en hann í fyrstu renndi grun í. Hann fann hina nýju álfu. Ef slíkir menn sem hann hefðu aldrei vogað sér út á djúpið, þá hefði fátt fundizt nýtt. Þannig er það

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.