Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1955, Síða 16

Sameiningin - 01.10.1955, Síða 16
38 Sameiningin Þorsteinn J. Gíslason — Kveðju og þakkarorð — Eftir séra SIGURÐ ÓLAPSSON „Svo ertu ísland í eðli mér fast, að einungis dauðinn oss skilur.“ Hann var fæddur að Flatatungu í Skagafjarðar- sýslu 12. maí 1875. Foreldr- ar hans voru Jón Gíslason Stefánssonar og Sæunn Þorsteinsdóttir frá Gilhaga í sömu sýslu. Var Sæunn dóttir Þorsteins Magnús- sonar og konu hans Odd- nýjar Þorsteinsdóttur, er var afkomandi Ruth Kon- ráðsdóttur systur séra Jóns Konráðssonar prófasts á Mælifelli. Þorsteinn ólst upp með foreldrum sínum í Flata- tungu, og með þeim flutti hann til Vesturheims 1883. Þau settust að í grend við Hallson, N. Dak., á landi er faðir hans keypti. Faðir Þorsteinn andaðist 1893. Höfðu dvalarárin í hinu nýja landi orðið honum ærið örðug; lítil uppskera hin fyrstu ár, — og hrörnandi heilsa er leiddi til dauða hans. Eftir lát hans tók Þorsteinn við búsforráðum með móður sinni. Kynntist hann snemma af eigin reynd hörðum kjörum frumlandnemanna. — Síðar seldu þau bújörð sína og settust að í Hallson-þorpi, unz fjölskyldan flutti til Brown-byggðar í grennd við Morden í suðurhluta Manitoba-fylkis. Voru þau Þorsteinn, móðir hans og systkini í brjóstfylkingu íslenzku landnemanna þar. Flestir þeir, er fyrstir námu þar land, munu hafa komið úr íslenzku byggðunum í Norður-Dakota.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.