Sameiningin - 01.10.1955, Page 19
Sameiningin
41
verkamanni hans, dr. Haraldi Sigmar, er var hindraður frá
að vera við útförina lasleika vegna. Einnig mælti sóknar-
prestur umhverfisins og nágranni hins látna kveðjuorð.
Undritaður stjórnaði athöfninni og flutti kveðjumál. Hart-
nær 300 manns mun hafa verið viðstatt útförina. — Ástvinir
Þorsteins J. Gíslasonar, ásamt fjölmennum hópi frændliðs,
samherja og vina, tileinka honum og helga minningu hans
orð skáldsins: — „Vertu sæll, við söknum þín.“
—S. Ólafsson
☆ ☆ ☆
Þorsteinn J. Gíslason
Fæddur 12. maí 1875 — Dáinn 19. júlí 1955
(Stutt kveöja tileinkuð ástvinum hins látna og samtíðarsveit hans)
Látni vinur! Þrautin þunga
þín er sigruð, hlotin grið.
Dauðinn bæði aldna og unga
yfirstígur heims um svið.
Hvíld er þreyttum kvala stillir,
kærleiksrík, af mörgum þráð.
Ekkert framar vegu villir,
vald er allt í Drottins náð.
Kæri vinur! Löng var leiðin,
lúin hönd af framtaks plóg.
Brautryðjandans göfgis greiðinn
goldinn samtíð; rótað skóg
landnemans um lendur víðar,
lítt var slórt um morgun stund,
unz að lokum ævitíðar
endurminning kætir lund.
Góði vinur! Þér við þökkum
þreytt til dáða gæðasafn.
Hnýpir byggðin huga klökkum,
hylur gleymskan sízt þitt nafn
meðan íslenzk öld hér dvelur.
Engum fyrnist leiðsögn þín,
þeim, er nutu; þögnin elur
þrotalöm, samt minning skín.