Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.10.1955, Side 21

Sameiningin - 01.10.1955, Side 21
Sameiningin 43 hendur og hafa umsjón með þessari fjársöfnun, og hefir Betelstjórnarnefndin orðið við þeirri beiðni hans. Fyrir ein- huga beiðni þeirra, er Betel-nefndina skipa, hefir Dr. P. H. T. Thorlakson, sem á sæti í stjórn Betel, góðfúslega tekið að sér að vera “pro-tem”, formaður fjársöfnunarnefndarinnar; vinnur hann nú að skipulagningu hennar og undirbúningi í samráði við forseta Kirkjufélagsins og Betelnefndina. Væntum vér þess, að valinkunnir Islendingar, sem beðnir verða að starfa í þeirri nefnd og öðrum nefndum málefninu til styrktar, svo sem auglýsinganefnd, ráðgefandi nefnd sjái sér fært að leggja málinu lið og bera það fram til sigurs. Mrs. J. Ágústa Tallman, hin mikilhæfa kona, sem átt hefir langa og farsæla kynningu af Betel, hefir verið ráðin til að gerast erindreki við fjársöfunina og ferðast um bæi og sveitir íslendinga í Manitoba og Saskatchewan fylkjum og víðar, og vinna þar með heimanefndum, er væntanlega yrðu stofnaðar í hverju umhverfi fjársöfnuninni til styrktar. Fylkisstjórnin í Manitoba hefir lofað fjárhagslegri hjálp til byggingar þessa fyrirtækis að upphæð $42,500.00. Áætlaður kostnaður nýju byggingarinnar, sem ráðgert er að verði 50 einnar persónu herbergi, er af byggingar- meistara talinn að verði $130,000.00. Nauðsynleg viðgerð á gamla húsinu er lauslega talið, að muni nema um $30,000.00; auk þess sem kaupa þarf ný húsgögn í nýju bygginguna. Von Betelnefndarinnar er sú, að í gömlu byggingunni gætu dvalið um 20 vistmenn, auk þess sem byggingin yrði einnig notuð sem starfsmiðstöð. Betel hefir nú um $37,000.00 í brautryðjendasjóði, er það hinn eini varasjóður, sem stofnunin á yfir að ráða. Það er í fullu trausti um hjálp og handleiðslu Guðs, að þetta stóra spor um byggingu og fjársöfnun er stigið. Vestur-íslendingar eru kunnugir þeirri þjónustu, sem á Betel hefir verið af hendi leyst í þágu hinna öldruðu, ■— sem borið hafa hita og þunga dagsins. Vér treystum yður að hjálpa til að leiða þetta stóra nauðsynja- og mannúðarmál fram til sigurs. Fyrir hönd Betelnefndar, —S. Ólafsson

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.