Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.10.1955, Qupperneq 31

Sameiningin - 01.10.1955, Qupperneq 31
Sameiningin 53 Þessi bók er í raun og veru saga rétttrúnaðarins og mætti þá búast við að höfundurinn, William Horden, væri þröngsýnn afturhaldsmaður í guðfræðinni, en svo er þó alls ekki. Hann lýsir ólíkum stefnum með alúð og sannsýni, getur um sér hvaðeina sem hann álítur heillavænlegt í hverri fyrir sig, en bendir um leið á annmarkana. Fyrsti kaflinn er saga kristinnar goðfræði, í örstuttu máli, allar leiðir frá frumkristninni fram á eða fram yfir siðbótaröldin. Þar er mörgu sleppt eðlilega, en þó í megin- dráttum skýrt frá ýmis konar kórvillum, sem vel gátu dregið kristindóminn út af sínum rétta grunni yfir í heiðindóm, algyðistrú, lögmálsdýrkun, efnishyggju eða lögmálsafneit- un, ef ekki hefði verið spornað við þeim öfgum í tæka tíð. Eins er skýrt þar frá skoðanaskiptingu innan vébanda sögu- legs rétttrúnaðar. Aðalefnið byrjar með næsta kafla. Hann heitir: The Threal to Orihodoxy (Rétttrúnaður í háska“) og segir frá ýmis konar tilraunum til að grafa grundvöllinn undan sögu- legri kristni ,eða stefnum sem ganga í þá nátt — siðvakn- ingunni og húmanismanum, sem gengu í garð fyrir Lúters daga; skynsemisku átjándu aldar, afneitun Nietzsches, efaspeki Spencers; tilraunum Kauts, Schleiermachers og Ritschls til að beina kristinni trú á snið við þær árásir. Svo og frá biblíurannsóknum nýrri tíma, og viðspyrnu gamals rétttrúnaðar við þau fræði. Þriðji kaflinn, The Defense of Orthodoxy (Rétttrúnaðar- vörnin), segir frá íhaldsstefnu síðustu aldar, þeirri, sem kölluð hefur verið „fundamentalismi,“ bókstafstrú, og fleiri niðrunarnöfnum. Höfundurinn er ekki bókstafsmaður; en þó finnur hann þeim rammaukna rétttrúnaði margt til máls- bótar. Margan skell fær sú hurð eins og kunnugt er; en hún á alls ekki skilin öll þau ámæli, sem hún hefir orðið fyrir, segir höfundur. Hún leitast við að verja meginmál krist- innar trúar, synd mannsins og hjálparleysi, náð Guðs, holdtekjuna, og önnur meginatriði kristinnar trúar. Þessari trú til varðveizlu vill „bókstafstrúin“ halda fast við þá kenningu, að öll orð ritninganna séu áreiðanlega sönn og óskeikul. — Fastheldni við sögulegan kristindóm er aðal- einkenni þessarar stefnu. Að talsmenn hennar séu fáfróðir og stefnan viðnám gegn allri þekkingu og skynsemi, segir

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.