Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1955, Síða 33

Sameiningin - 01.10.1955, Síða 33
Sameiningin 55 grimmd og spilling sem honum fylgdi, og þá ekki síður eftirköstin, komu því þessum nýtrúarmönnum í opna skjöldu. Stefnan var í uppgangi miklum fram að fyrra heimsstríðinu, eða nokkuð lengur, en síðan hefir hún átt í vök að verjast. Næsti kaflinn, sá fimmti í röðinni, segir frá tilraunum modernismans til endurbótar, ekki á heiminum fyrst og fremst, heldur á sjálfum sér. Iðrandi umbótamenn hafa þeir stefnubræður stundum verið kallaðir í gamni. Hvernig átti að samrýma góðan kristindóm við tíðarandann, þegar sá andi reyndist illur og fór æ versnandi? Og hvað varð úr trúnni á sjálfsbetrun og frelsunarkraft manneðlisins; eða hvað átti að gjöra við Biblíuna, og Krist? Tíðarandinn hafði sagt skilið við allt vald úr þeirri átt — og alls ekki batnað við umskiptin. Frjálsa trúin, sagði Dr. Fosdick, einn af frumherjum þeirrar stefnu, mátti nú ekki lengur fylgja öldinni, hún varð að ganga á hólm við samtíðina — eins og kristindómurinn hefir allt af gjört, þegar hann var sjálfum sér trúr. — Trúfrelsismenn hafa flestir fylgt þessari sjálfs- prófunarstefnu síðan. En margir guðfræðingar nútímans hafa farið lengra en það, segir höf. í næstu þremur köflum, sem fjalla um „nýja rétttrúnaðinn“ — Neo-orihodoxy. Saga þeirrar stefnu er all-langt mál, og verð ég að drepa hér aðeins á helztu at- riðin. Auk þess eru skoðanir á ýmsum atriðum nokkuð mis- munandi í því liði, og erfitt að koma þeim kenningum öllum undir sama þak. Frumherji stefnunnar mun hafa verið Svisslendingurinn Karl Barth; en hann mun hafa fengið byrjunaratriði kenninga sinna frá heimspekingnum danska, Sören Kierkegaard. Barth neitar því að maðurinn geti af sjálfsdáðum fundið Guð, eða komizt á vegu guðdómsins. Það er Guð, sem kemur til mannsins og frelsar hann. Á sjálfs síns vegum er maðurinn glataður í synd, veikleika og vanþekkingu. Guð- dómleikur er ekki manninum meðfæddur. Guð er „algjör- lega annar“ en maðurinn. Guði getur maðurinn ekki lýst, svo að vel sé, með mannlegum orðum, eða grunndað veru hans með mannlegri hugsun. Með leit sinni að Guði finnur maðurinn aldrei Guð; það sem hann finnur er skurðgoð, eftirmynd af manninum sjálfum. Og það er syndin, sem

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.