Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1955, Blaðsíða 34

Sameiningin - 01.10.1955, Blaðsíða 34
56 Sameiningin hefir staðfest þetta djúp á milli Guðs og mannsins. „Ó, hvað syndin afskapleg er, allt þetta leiðir hún af sér“, segir Hallgrímur. Barth segir amen við því. En hvernig kemur þá Guð til mannsins? Ekki í orðum ritningarinnar fyrst og fremst, segir Barth. Og jafnvel ekki í manninum Kristi. Biblían er syndugum manni bara mann- legt orð, og Kristur mannleg vera, þangað til Guð sjálfur talar til mannsins í þessu orði, þessum Kristi. Með öðrum orðum, guðleg opinberun er ekki bara tilkynning um Guð. Hún er Guð sjálfur að verki í mannlegri sál. Modernistar ömuðust við Barth framan af árum, eða gjörðu lítið úr kenningum hans. En það verður nú ljósara með degi hverjum, að Barth hefir haft ósegjanlega djúp og víðtæk áhrif á trúarhugsun samtíðarinnar. Nýja rétttrúnað- inum fylgja nú sumir allra merkustu guðfræðingar vorra tíma, eins og Bandaríkjamaðurinn Reinhold Niebuhr, Sviss- lendingurinn Emil Brunner, og að nokkru leyti Þjóðverjinn Paul Lillich. Þessir menn eru þó sjálfstæðir í hugsun, sigla sinn eiginn sjó, hver um sig. En öllum ber þeim saman um synd og hjálparleysi mannverunnar. Frumkvæðið er hjá Guði Síðasta kafla bókarinnar nefnir höfundurinn: Ortho- doxy, a Growing Tradition — „Rétttrúnaðurinn, vaxandi arfleifð,“ eða „erfikenning.“ Hann neitar því að kristinn maður þurfi endilega að vera „bókstafstrúarmaður,“ „frjáls- trúarmaður“ eða “neo-orpodoxi.” Til er enn önnur stefna, óháð þessum þremur. Hún er ekki „ný-rétttrúnaður,“ heldur rétttrúnaður nútímans. Hún fylgir sögulegum kristindómi ekki af því að hann er sögulegur eða fornhelgur, heldur af því að hann er sannur. En hún heldur því ekki fram, að allur kristindómurinn hafi komið fullgjör úr höfðum eldri guðfræðinga í eitt skipti fyrir öll. Fyrir því kynnir hún sér nýrri kenningar til þess að öðlast betri skilning á þessari gömlu trú. Prófar allt, og heldur því sem gott er, eins og postulinn kemst að orði. Þó er þessi grein guðfræðinnar engin samsteypa heldur. Ýmsir mætir guðfræðingar, sjálf- stæðir í hugsun, fylla þennan flokk, þar á meðal William Temple biskup, nú dáinn, og trúarverjandinn Alan Richard- son. Svo og rithöfundar tveir úr leikmannahópi, nafnfrægir, Dorothy Sayers og C. S. Lewis. — Höfundurinn, William Horden, sver sig í þessa ætt. -—G. G.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.