Sameiningin - 01.03.1959, Qupperneq 4
2
Sameiningin
Sækjum fram
(Prédikun dr. theol. Ásmundar Guðmundssonar biskups
á nýársdag í Dómkirkju Reykjavíkur, lítið eitt stytt).
JESÚS SAGÐI: Veröldin er brú, far yfir hana, en reis þér
ekki bústað á henni.
Við komu nýs árs erum vér minnt á flugstraum tímans.
En hann skal ekki skelfast, því að ofar bárum hans blika
eins og stjörnur eilíf orð Krists, og við nafn hans er árið
kennt. Ég hefi valið í dag að hugleiðingarefni orð hans, sem
varðveizt hafa, þótt ekki standi í Nýja testamentinu. Hafa
nokkur fleiri slíkra orða, rituð á sefpappír, komið ósködd
upp úr sandinum á Egyptalandi.
Á dögum Jesú voru engar brýr á Gyðingalandi. En
hann kom til byggða Týrusar, höfuðborgar Fönika, sem
reis tignarleg eins og drottning úti á eyju skammt frá landi,
og þar var brú í milli eða hafnargarður, mannvirki hið
mesta. Þar norður frá hefir Jesús staðið með lærisveinum
sínum og horft á umferðina: farþega skipanna og mikinn
mannfjölda annan á hraðri göngu og stórar flutningalestir
til borgarinnar eða frá henni, þúsundir af mörgum þjóðum,
kynkvíslum og tungum.
Hann virðir fyrir sér þetta líf, er streymir áfram enda-
laust. Svona er veröldin, eins og brú, sem mannkynið
þyrpist inn á og heldur eftir ár frá ári og öld af öld. Hann
lítur til lærisveina sinna hvers og eins og bendir þeim:
„Veröldin er brú. Far yfir hana. En reis þér ekki bústað
á henni.“
Sækjið þannig fram.
Enn í dag stendur Kristur við dyr nýja ársins og horfir
á umferð miljónanna yfir brúna, hinn eilífi Guðs sonur,
frelsari mannanna bæði þessa heims og annars. Hann bendir
fram, hann sem dáinn er, og meira en það er upprisinn
frá dauðum, hann sem er við hægri hönd Guðs, hann sem
einnig biður fyrir oss, hann, sem mennirnir hafa ekki séð,