Sameiningin - 01.03.1959, Qupperneq 10
8
Sameiningin
unnt að sjá, að línan milli þeirra, ofar jafnsléttu daglega
lífsins, bendir í himininn. Vegferðin yfir brúna beinist að
öðru og æðra lífi. Og hvort sem langt er eftir hennar eða
skammt hér á jörð, þá reisum oss ekki bústað á brúnni.
Leggjum aldrei allan hug við erfiði, umsvif eða stundar-
gæði þessa lífs, heldur það, er auðgar, göfgar og eflir
andann. Það er eilíf eign vor.
Þetta líf er aðeins undirbúningur undir annað æðra,
líkt og einn bekkur í eilífum skóla tilverunnar. Sumir ætla
að vísu, að við þá lífsskoðun verði dregið úr framkvæmdum
þessa lífs, en það er misskilningur. Við hana á jarðlífið að
verða heilagt og hvert starf þess með einhverjum hætti fá
eilífðargildi. En jafnvel fyrir þetta líf eru þeir dánir, sem
ekki trúa á annað. Burt með bölsýni og örvænting um
framtíð mannkynsins, sem lamar hug og hönd og er í beinni
andstöðu við bjartsýni og raunsýni Jesú Krists, að hlið
Heljar muni aldrei sigrast á kirkju hans.
Kynslóð vor á eins og allar aðrar sitt sjálfstæða stefnu-
mið og hver einstaklingur hennar, bæði þú og ég. Það er hið
sama um tíma og eilífð. Allt, sem gildi hefir á jörðu, hefir
það einnig á himni. Og frelsari vor er hinn sami nú og að
eilífu. Fram fyrir hann eigum vér að koma, sem stendur
nú við dyr nýja ársins og bendir þér og mér: Sæk fram.
Vel albúinn þess að skilja við allt hér. Takmark eilífðar-
þroskans er svo hátt, að mannshjartað getur orðið snortið
við það svimandi sælu. Það er fylling kærleikans: Verið
fullkomnir, eins og yðar himneski faðir er fullkominn.
Nýtt ár er runnið. Ekki ár kyrrstöðu og dauða né þeirra
bústaða, er hrynja í rúst, heldur ár ótal tækifæra til vaxtar
og þroska, nýrra áforma til góðs — hugsjónalífs á Guðs
vegum. Horfum til hækkandi sólar og tökum stefnu með
henni. Himinn Guðs hvelfist yfir brúnni. Morgunroðinn
ljómar, birta hans, sem er ljós heimsins.
Sækjum fram.
Áfram með sólinni, yngjast skal veröldin kalda.
Áfram til Guðs ríkis, látum ei myrkrin oss halda.
Sólnanna sól, sértu vort lifandi skjól.
Dýrð sé þér, Alfaðir alda.
—Gleðilegt nýár í Jesú nafni.