Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1959, Page 11

Sameiningin - 01.03.1959, Page 11
Sameiningin 9 Blessa oss, faðir, árið nýja, svo að það leiði oss nær þér og syni þínum. Vak yfir íslendingum, austan hafs og vestan og hvar sem þeir eru staddir á láði og legi og í lofti. Vernda þjóð vora á hættutíð, forseta vorn, Alþingi og ríkisstjórn. Leys þú vandamálin og farsæl atvinnuvegi vora. Hugga syrgjendur. Líkna sjúkum og þeim, sem eru við dauðans dyr. Lát þitt eilífa ljós lýsa þeim, sem horfnir eru frá þessum heimi, já, oss öllum. Styrk kirkju þína með krafti og frelsi anda þíns. Leið presta hennar og söfnuði á þínum vegum. Blessa bræðraþjóðir vorar á Norðurlöndum og allar þjóðir heims. Breið út ríki þitt. Gef oss kærleikans tíðir. Ný kvæðabók Rétt fyrir jólin barst ritstjóra Sameiningarinnar ný kvæðabók, er nefndist Gróður, eftir Árna G. Eylands, skrif- stofustjóra í Reykjavík. Sem kunnugt er, hefir Árni unnið að framfaramálum í búnaði, og ritað og rætt manna mest um það efni. Hann hefir gert það jafnt sem fræðimaður og hugsjónamaður og af trú og bjartsýni. Hið sama viðhorf mótar ljóð hans um mold og gróður. Um kvæðabókina Mold, sem út kom 1955 skrifaði Snæbjörn Jónsson í Vísi: „Þarna er kveðið alveg í sama anda og Einar Benediktsson kvað. Samt skal þar hvergi finnast endurómar frá honum . . . Skyldleikinn stafar af því einu, að bæði skáldin vilja hið sama: Vilja að hér rísi upp dáðríkt og drengilegt þjóðfélag, er byggi á fornri menningu og hefji hana í hærra veldi . . . Hún (kvæðabókin Mold) á erindi til allra þeirra sem föður- landi sínu unna. Hún er í rauninni bænarákall um heilla- ríka framtíð þess þegar skáldið sjálft er gengið til hvíldar.“ Kristmann Guðmundsson skrifar í Morgunblaðið um sömu bók: „. . . þetta er óvenjulegt kvæðakver, sem á eftir að snerta við huga og hjörtum margra hinna beztu íslend- inga. Hér er vit og karlmennska felld í stuðla, skáldmál sem hressir og gleður.“ Úr þessari Mold er Gróður runninn.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.