Sameiningin - 01.03.1959, Qupperneq 16
14
Sameiningin
hetjur fyrri tíma, trúðu því að Kristur sé stoð vor og
styrkur. Hvað höfum vér gjört til að breiða út fagnaðar-
erindið um Jesúm Krist? Er nokkurt samband milli trúar
vorrar hér og trúboðsstarfsins í Kína, Japan, Líberíu, eða
Suður-Ameríku? Er nokkurt samband milli vorrar trúar
og áhrifanna sem við höfum á vantrúaða vini okkar hér í
Selkirk? Höfum vér átt þátt í því að einhver hefir gengið
í söfnuð? Hvaða áhrif hefir trúarlíf vort á heimilis- og
fjölskyldulíf vort?
Kristna trúin á að rísa upp í þessar hæðir helgunar og
þjónustu. Hin óforgengilegi sigurveigur verður hlutskipti
vort, ef vér notum þá hæfileika sem Guð hefir gefið oss í
einlægri þjónustu fyrir málstað hans. Vér finnum upp-
sprettu þessarar sterku og ákveðnu trúar í guðsþjónustunni,
þegar vér mætum Guði í sambæn og sakramenti, í prédikun
orðsins, í sálmum kirkjunnar og lestri ritningarinnar. Þá
erum vér hreinsaðir, helgaðir og oss er lyft í hærra veldi.
Vér nærumst bókstaflega á kærleika Guðs, þetta gefur oss
máttinn til að þreyta kapphlaupið, ekki í óvissu, og ekki
eins og sá sem slær stöðug vindhögg. Kristna trúin er sá
kraflur, sem gerir lífið þess virði að lifa því. Kraftur til-
beiðslunnar tekur þann mátt, sem með oss býr og gefur
honum tilgang og markmið. Hávaði hinna eyddu krafta og
allskyns vanmegnunar hverfur er vér snúum tilætlunum
vorum og hæfileikum í einlægri viðleitni til að gjöra Guðs
vilja. Vel má það vera svo, að vér séum enn ekki mikils
virði á heimsins vísu, og vér þurfum ef til vill að vinna
fyrir einum tólfta af denar, en vér vitum samt, að fyrir
augliti Guðs erum vér meira en denars virði, ef vér þjónum
honum af öllu hjarta, huga og sál.
Vér skulum því, kæru bræður, vera hughraustir og
fylgja dæmi slíkra guðs þjóna sem Páls og Polycarps,
Boenhoffers og Berggravs og þreyta þolgóðir skeið það,
sem oss er fyrir sett, og beinum sjónum vorum til Jesú,
höfundar og fullkomnara trúarinnar, til hans, sem í stað
gleði þeirrar, sem hann átti kost á, leið þolinmóðlega á
krossi, mat smán einskis, og hefir sezt til hægri handar
hásæti Guðs. —(Heb. 12:2).