Sameiningin - 01.03.1959, Síða 17
Sameiningin
15
Skólholtshátíðin 1956
— Minning níu alda biskupsdóms á íslandi —
Séra Sveinn Víkingur sá um útgáfuna.
Bókaútgáfan Hamar, Reykjavík.
Þetta er mjög eiguleg bók, prýdd fjölda ágætra mynda.
Efni bókarinnar er tvíþætt. í fyrsta lagi er lýsing á Skál-
holtshátíðinni 1. júlí 1956, skrásett af séra Sveini Víking,
biskupsritara. í frásögn hans eru teknar upp allar ræður,
ávörp, hátíðarljóð og annað efni, er flutt var á hátíðinni,
að ógleymdum leikþætti séra Sveins, er athygli vakti um
allt land meðal þeirra, er hlustuðu á útvarp frá hátíðinni.
Síðari hluti bókarinnar eru þrjár ritgerðir varðandi
Skálholt. Fyrst er ritgerð dr. Jóns Jóhannessonar prófessors:
Upphaf Skálholts og hinir fyrstu Skálhyltingar. Þá er rit-
gerð dr. theol. Magnúsar Jónssonar, er hann nefnir Skrúð-
ganga Skálholísbiskupa. Leiðir hann þar fram alla hina
fornu Skálholtsbiskupa, og lýsir hverjum að nokkru. Er
þessi ritgerð stórfróðleg. Loks er ritgerð séra Benjamíns
Kristjánssonar: Skálholtsskóli. Þar kennir margra grasa um
kennara og nemendur, kennsluaðferðir og aðbúnað pilta,
sem fróðlegt er að bera saman við nútímann. Ritgerð séra
Benjamíns er mjög fróðleg og skemmtilega skrifuð.
Eins og gera má ráð fyrir, kemur ísleifur Gissurarson,
hinn fyrsti Skálholtsbiskup mjög við sögu. Ekki virðast
þeir fróðu doktorar, Jón og Magnús, á eitt sáttir í fyrr-
nefndum ritgerðum, um það hvert á land ísleifur hafi sótt
Döllu, brúði sína. Dr. Jón segir, á bls. 137, um þetta mál:
„Tók ísleifur þá við búi í Skálholti og mannaforráði. Hann
kvæntist Döllu, dóttur Þorvalds Ásgeirssonar í Ási í Vatns-
dal.“ Um sama efni segir dr. Magnús: „Isleifur Gissurarson
bjó í Skálholti eftir föður sinn og var goðorðsmaður. Hafði
hann kvænzt ágætri konu norðlenzkri, er Dalla hét, Þor-
valdsdóttir á Ásgeirsá í Víðidal.“ (bls. 140). — Nú eru báðir
þessir ágætu fræðimenn látnir, en hver vill þá skera úr
því hvort Dalla biskupsfrú var Víðdælingur eða Vatns-
dælingur?
Þessi bók mun í fárra höndum hér vestan hafs, en mjög
mun hún kærkomin þeim er unna sögulegum fróðleik, ís-
lenzkum.