Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1945, Síða 3

Sameiningin - 01.04.1945, Síða 3
H>ametntngm Mánadarrit til stuðnings kirkju og kristindómi Islendinga gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. í Vesturheimi. Ritstjóri: Séra Sigurður Ólafsson, Box 701, Selkirk, Man. Féhirðir: Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave., Winnipeg. 60. ÁRG. WINNIPEG, APRÍL, 1945 Nr. 4 Vors og vonar dagar Tímabilið frá páskum til hvítasunnu er indælasti tím- inn á öllu kirkjuárinu. Það hvíiir helgur vorblær yfir því tímabili öllu. Þegar að sjálf páskahátíðin er um garð gengin, virðist hverjum kristnum lærisveini eðlilegt að fyig'jast í anda með frumlærisveinum Jesú — ferðast með þeim norður í fiskiverin í Galileu, — þar sem að þeir mættu sínum upprisna vini og meistara; áttu samneyti með honum — og sannfærðust um raunveruleika upprisu hans. Svo kom að uppstigningu hans, þegar stór hópur lærisveinanna höfðu safnast saman á fjalli einu í Galileu, þar hlustuðu þeir á lokaorð hans og- leiðbeiningar. “Sjá, eg er með yður alla daga”, voru hin hugljúfu kveðjuorð hans til þeirra. Þeir sáu á eftir honum út í heiðbláma vorsins. — Svo biðtíminn, ■— er þeir að boði hans, dvöldu í Jerúsalem, unz að helgur andi Guðs fylti hugi þeirra og hjörtu. Þeir öðluðust nýja djörfung til að vitna um þau undur, sem skeð höfðu. Hinn kristni nútíma lærisveinn horfir úr fjarlægð tím- ans — til þessara atburða löngu liðins tíma. Hann hefir venjulega talað, lítið næði til rólegrar umhugsunar um þessa atburði kirkjuársins, sem einn helgidagur eftir annan bera vitni um. Feðrakirkja vor hefir leitast við að halda atburðum er skeðu — einum eftir annan lifandi í hugum fólks með guðspjalla vali sínu, með fermingu ungmenna — og meðhöndlun altarissakramentisins einmitt á þessum

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.