Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1945, Side 12

Sameiningin - 01.04.1945, Side 12
76 binda enda á hinar eilífu deilur þeirra og vígaferli. Þannig varð það, árið 1264 að Alþingi viðurkendi konung Noregs, sem konung íslands með sérstökum skilyrðisbundnum samn- ingi. Þannig var áskilið að konungur skyldi vernda friðinn á íslandi, og sjá um flutning nauðsynja til landsins. Hings- vegar skyldu íslenzk lög gilda á íslandi, og öll stjórn innan- lands vera í höndum landsmanna sjálfra. Konungur gekk tafarlaust að þessum skilyrðum, en gleymdi þeim næstum jafn tafarlaust. Síðar varð ísland, ásamt Noregi, hluti af danska konungsríkinu, og hefir nú staðið í sambandi við Danmörku frá árinu 1380 til þessa dags. Á þessum öldum, eða skömmu eftir 1100 tóku íslendingar að rita lög sín og sögu landsins. Síðan hófst blómleg bók- mentaöld, sem hefir kastað svo miklum ljóma yfir ísland að það hefir stundum verið kallað “sögu eyjan”. Þegar ljós menningarinnar voru að slokkna á meginlandi Evrópu brunnu þau skærast norður í höfum. Þá voru íslendinga- sögurnar og Eddurnar færðar í letur og fjöldi annara merkra rita, sem varpa miklum skilningi yfir fornsögu og baráttu hins norræna kynstofns. Þegar landið var orðið að nýlendu Dana, dofnaði bráð- lega yfir andlegu lífi landsmanna, og aðstæður allar breytt- ust til hins lakara. Landsmenn urðu að lúta vilja og valdi hins erlenda konungs í öllum hlutum, áttu enda flestar sínar lífsnauðsynjar undir honum og kaupmönnum hans. Þar við bættist hverskyns ofríki og ofstæki, svo hagur fólksins varð í mesta máta bágborinn. Kom svo að lokum að nærri • lá landauðn eftir eldgosin miklu 1783. En þótt þjóðin næstum sykki í haf örvæntingarinnar gleymdi hún þó sjálfri sér aldrei, sögu sinni né erfikenningum, og lét aldrei með öllu af andlegri iðju sinni. Þetta hefr jafnan verið eðli hinnar íslenzku þjóðar, veikleiki hennar og styrkur. í byrjun 19. aldar hófst nýtt framfaratímabil og bók- menntaiðjan fékk þá aftur byr undir vængi. Nú hófst fyrir alvöru hin langa barátta fyrir auknu frelsi. Margir tóku þátt í baráttu þessari, en einn stóð öllum framar, Jón Sigurðsson, sem nefndur hefir verið “sómi íslands, sverð og skjöldur”. Árið 1874 fékk þjóðin stjórnarskrá. 1. desember 1918 varð ísland sjálfstætt koniyigsríki í persónulegu kon- ungssambandi við Danmörku. Með samningi milli íslands og Danmerkur, sem gilda skyldi til 1. jan. 1944 átti Dan- mörk að annast um utanríkismál Islands, þó undir umsjon

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.