Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1945, Síða 8

Sameiningin - 01.04.1945, Síða 8
72 burður á vegi lífsins jafn þungur og lamandi: en á veginum til þjónustu, sjálfsfórnar og eflingar mannlegrar velferðar, er æfinlega og óhjákvæmilega einhver krossburður. Um þetta er vert að hugsa á föstunni til að styrkjast í öllum góðum ákvörðunum og efla hjá sér lifandi og vakandi trú. Enginn maður þráir að bera kross, þó menn viti hins- vegar að svo verður á stundum að vera. Jesús Kristur hikaði mjög sjálfur við tilhugsun hins grimma krossburðar, vegna síns ’mannlega eðlis að sínu leyti eins og vér menn- irnir hikum við tilhugsun um krossburð. Horfið á Jesúm, bræður og systur, í grasgarðinum þegar hinn þyngsti krossburður er, að því kominn að falla á hans sárþreyttu herðar. Hann fellur á ásjónu sína og þrábiður föðurinn himneska. Hann hrópar til hans með blæðandi sársauka, en þó líka í barnslegu trausti, auðmýkt, ástúð og hreinleik hjartans, og innihald þeirrar heitu og látlausu bænar, verður á þessa leið: Er ekki einhver önnur leið til, elskulegi faðir, en þessi eina. Er það óhjákvæmileg lífs- nausyn að eg beri þennan þunga kross? Get eg ekki gefið líf mitt út til þess þjónustustarfs, sem eg vil hjartans fús vinna, og haldið fast við þessa hugsjón fórnfærslunnar, sem eg vil helga mig, en þó losna frá þessum óbærilega þunga krossburði? Enn hinn heilagi himnafaðir gjörði það þá ljóst fyrir sjónum hans, um leið og hann hughreysti hann og huggaði, að krossinn væri algjörlega óhjákvæmilegur. Eg óttast að við nútíma menn og konur, bæði einstakl- ingar og söfnuðir, álítum, mörg af oss, að vér getum þjónað Guði, þjónað frelsara vorum, þjónað meðbræðrum vorum, og lagt út lífið á ýmsann hátt mannkyninu til velferðar og blessunar, án þess að þurfa að beygja oss til jarðar og taka upp krossinn. En það er misskilningur. Það er yfirsjón. Gangið nú kristnir einstaklingar og söfnuðir, inn í grasgarðinn, og krjúpið þar niður við steininn stóra, þar sem frelsarinn og friðarhöfðinginn kraup, endur fyrir löngu, á skírdagskveld, þegar hann barðist hinni ægilegu baráttu kvíðans, við for- dyr sinna sáru kvala og átakanlega krossburðar. Hefjið augu yðar til himins og talið við himnaföðurinn, eins og hann gjörði áður fyrr. Talið með ljúfum nið auðmýktarinnar, og með blíðum blæ hlíðninnar. Spyrjið hann eins og góð og hlíðin börn: “Er nokkur leið til að þjóna þér, og þókn- ast og að þjóna meðbræðrum vorum í þínum anda og í

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.