Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1945, Qupperneq 4

Sameiningin - 01.04.1945, Qupperneq 4
68 tíma ársins. Mitt í gróanda vorsins á þessum tíma árs •— komu blessaðs sumarsins — og fögnuði er koma þess færir íslenzk- um sálum — er og gróandi að verki í sálum vor mannanna; undrun, lotning og gleði yfir dýrð Guðs, “er birtist oss smáum, í mörgum myndum.” Sameiningin árnar öllum gleðileg's sumars! Mætti gró- andi guðlegrar náðar eiga sér stað í sálum manna! Jólaávarp til Betel frá biskupi íslands Reykjavík, 13. desember 1944. Kæru vinir á Elliheimilinu Betel. Dagurinn sem eg dvaldi hjá ykkur, síðastliðinn vetur, er mér minnisstæðari en svo, að hann geti nokkru sinni gleymst. Eg átti fagra stund á meðal ykkar. Fyrir þá stund vil eg nú þakka ykkur öllum. Þakka ykkur fyrir hve ástúðlega þið tókuð á móti mér og hversu góðar og fagrar minningar þið gáfuð mér um ykkur og heimilið ykkar. Þær minningar eru mér dýrmætar og helgar. Á skrifborðinu mínu stendur falleg gjöf, sem hinn ágœti og ástfólgni vinur ykkar dr. Brandsson afhenti mér fyrir hönd ykkar. Eg votta ykkur innilega samúð mína vegna fráfalls hans og bið þess jafnframt og óska, að ykkur megi gefast sem flestir slikir vinir, þótt erfitt sé að feta í hans fótspor í því efni. — Eg bið Guð að blessa ykkur minningu hans. — Já, eg þakka ykkur gjöfina, sem eg mun alltaf varð- veita til minningar um komu mína til ykkar. Eg bið Guð að vaka yfir ykkur öllum og heimili ykkar, Betel, og gefa ykkur hamingju- og heillarika daga. Hann blessi ykkur öll. Yðar einlægur, Sigurgeir Sigurðsson. + + + Séra Egill H. Fáfnis hefir tekið köllun safnaðanna í Dakota, eftir 15 ára ágæta þjónustu í Argyle prestakalli. Sameiningin árnar honum og frú hans allra heilla á nýja starfssviðinu.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.