Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1949, Page 3

Sameiningin - 01.04.1949, Page 3
SAMEININGIN 49 PÁSKAR Upprisuljós þitt lát, upprisni Drottinn, oss lýsa, eilífs til samfundar með þér oss leiðina vísa. — Deyð sálna deyð, deygð vora spillingar neyð, upp lát oss andlega rísa. (HELGI HÁLFDÁKARSON) Einn aðal þátturinn í vor—fögnuði manna í köldum lönd- um er orsakaður af hækkandi sól og löngum dögum er vori fylgja. — Þegar að sólin blessuð tekur að hækka á lofti öðlast hugir vorir nýtt lytimagn trúarinnar á Guð, lífið og tilveruna. Birtan og hið endurvaknaða líf, sem að hvar- vetna er sýnilegt, og vori er jafnan fylgjandi, skapar nýtt vor í sálunum — enda þótt að sjálft æskuvor einstaklingsins sé löngu síðan liðið hjá.— Birtan sem vorinu fylgir er svo fögur og hugum kær, því að þrátt fyrir alt — erum vér ljóssins börn. Hún minnir oss á trúfesti skaparans, er birtist oss á ný í hringrás árstíð- anna. En hún á einnig táknræna merkingu í sér fólgna, því að hún minnir hvern trúaðan lærisvein svo kröftuglega á hina blessuðu ljóss og sigurhátíðpáskahátíðina, sem á valt kemur til vor mannanna að vori til og gefur hinni ytri vor- komu ævarandi þýðingu og eilíft gildi. Hún talar til allra jafnt yngri sem eldri, en ekki sýzt til þeirar sem þreyttir eru. margt hafa reynt — og átt hafa mörgum kærum á bak að sjá. Eins og hækkandi vorsólin þurkar burtu úr huga endur- minningarnar um dimmu hjáliðins vetrar, þannig nemur blessuð páskahátíðin burtu úr hjörtum kristinna manna allann ugg og kvíða sem að jarðlífinu svo oft fylgir; eygjir marga sára lífsreynslu í nýju ljósi, og lætur oss augna- bliksins börn til þess finna með óbifanlegri blessaðri vissu, að lífið hefir eilíft áframhald, fyrir sigrandi mátt Jesú upp- risu, sem oss brotlegum jarðarbörnum fellur í skaut fyrir trú á hann.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.