Sameiningin - 01.04.1949, Side 5
SAMEININGIN
51
HALLGRÍMUR PÉTURSSON
æfi hans og starf
Eftir MAGNÚtí JÓNSSON, PROFESSOR, DR, THEOL, (Útdráttur)
í þeim kafla er höf. nefnir Efri ár og œfilok, er frá því
sagt, að eftir komu séra Hannesar Björnssonar til Saurbæjar
þinga, fór séra Hallgrímur að Kalastöðum til Eyjólfs sonar
síns, er þar bjó, og mun hafa haft nokkur sérstök afnot
jarðarinnar í eigin þágu. Þar dvöldu þeir feðgar í 2 ár, en
fluttust þá að Ferstiklu, sem var ein af þeim jörðum, sem sr.
Hallgrimur fékk sér til uppeldis; fara ekki sögur af honum
eftir að hann fluttist þangað, “nema þær sem ljóð hans bera
oss. Hann virðist hafa ort fram í anldátið, svo að segia, og
haldið fullum sálarkröftum. Hefir Eyjólfur sonur hans lík-
lega ritað sálmana eftir honum, heldur en svo væri, að séra
Hannes hafi gert það.”
Hér, í téðum hluta bókarinnar gerir höf. athugasemdir
um sjúkdóm séra Hallgríms. “Þeir er ritað hafa um æfi
hans, telja hann verða líkþráan á árunum 1665—1666.” “Er
og auðséð, að hann hefir fengið einhver langvinn vanheilindi
og líklegast að verið hafi holdsveiki, sem um þessar mundir
var afar tíð. Sögurnar um þetta er og erfitt að véfengja,
því þær hafa geymzt þar á staðnum, og meðal annars hefir
séra Þorvarður Auðunnarson getað skýrt Hálfdáni Einars-
syni frá þessu, og svo hefir einn eftir öðrum.” Höf. vekur
athygli á því, að hvergi er að þessu vikið í ljóðum skáldsins.
Orðið “holdsveiki” er þrjóti, þegar lífið þver,” er í einu
ljóði hans. —
“En væri við ekkert annað að styðjast, myndi engan
vegin vera hægt að ráða af þessu það, að hann ætti við
nokkurn sérstakann sjúkdóm. Hann á við veiki, sjúkleik
holdsins, þ.e. líkamans. “Holdsveikin þrýtur þá,” þ.e. þá
linnir þrautum líkamans. Miklu algengara orð var líkþrá
eða spítelska, ef átt var sérstaklega við þann sjúkdóm, sem
nú er kallaður holdsveiki, en þó var þetta nafn, holdsveiki,
einnig haft um hann. Annars er aldrei að öðru vikið en
sjúkdómi alment, hvorki í ljóðum Hallgríms né ummælum
annara. Síðustu sálmarnir sýna að hann hefir haft sjón
alveg fram undir andlátið.”
Víkur höf. nánar að þessu, í sambandi við sjálfa Passíu-
sálmana, og uppruna þeirra í öðru hefti bókarinna.