Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1949, Side 6

Sameiningin - 01.04.1949, Side 6
52 SAMEININGIN “Hallgrímur andaðist á Ferstiklu, 27 okt., 1674. Var hann þá sextugur, en 30 ár voru liðin frá víglsu hans. Hann var jarðaður framan við kirkjudyr í Saurbæ 31. okt. s.á.” Þótt Guðríður væri 16 árum eldri en maður hennar lifði hún hann. Dvaldi hún á Ferstiklu hjá Eyjólfi syni sínum, er andaðist 1679, eftir lát hans dvaldi hún í Saurbæ hjá séra Hannesi, og andaðist þar, 18. desember, 1682, og var jarðsett 20. s.m. — Legsteinn er á leiði séra Hallgríms, var settur þar um 1820, að atbeina Stefáns Amtmanns Stephensen á Hvítárvöllum, — af Magnúsi Stephensen bróður hans. — Útlit og ytri hættir í þessum hluta bókar sinar dvelur höf. fyrst við mynd þá af séra Hallgrími sem almenningi er kunnug, sem er gerð af séra Hjalta Þorsteinssyni í Vatnsfirði, og er nú í Þjóðminjasafninu í Reykjavík, þangað gefin af Sigurði Kristjánssyni bóksala. Höf. segir að séra Hjalti væri ágætur málari talinn. Telur hann séra Hjalta hafa einmitt haft góða afstöðu til að mála rétta og góða mynd af séra Hall- grími. Gerir hann grein fyrir því á þennan hátt: — Þórður biskup Þorláksson var uppalinn af föðurbróður Hallgríms Péturssonar, Hallgrími Guðmundsyni í Gröf á Höfðaströnd, frænda sínum. “Hann hlaut því að bera sér- stakann ræktarhug til þessara frænda sinna. Árið 1656 fer hann utan í Hafnarfirði, og er þá mjög sennilegt, að hann hafi komið við í Saurbæ í suðurleið, og einnig bæði fvrr og síðar gat hann iðuglega hitt séra Hallgrím. En nú var Þórður biskup einmitt talsvert liðtækur málari, og hvað er senni- legra en það, að hann hafi gert mynd af séra Hallgrími, ann- aðhvort 1656, eða í annað skipti. Síðar var svo séra Hjalta komið til Þórðar biskups ,og er þess beinlínis getið að biskup hafi haldið honum “jafnan til að læra og iðka sig í afrissing- um ýmislegum, skillerí og málverk” * Hér gæti því ferill myndarinnar verið rakinn. Þórður biskup hefir gert mynd- ina af séra Hallgrími og séra Hjalti haft hana fyrir sér, er hann gerði sína mynd, og notið jafnvel gagnrýni og aðstoðar Þórðar biskups. Eru því allar líkur til þess að mvndin sé í aðalatriðum rétt.” Þá víkur höf., einnig að lýsingum sem til eru af Hall- grími, og lætur svo ummælt að elzta lýsingin sé í presta- * ísl. listamenn, bls. 2. og tilvitnanii- þar.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.