Sameiningin - 01.04.1949, Qupperneq 7
SAMEININGIN
53
sögum séra Jóns Halldórssonar er lýsir honum svo: “Að
ytra áliti hafði hann verið stór, luralega vaxinn, skinndökk-
ur, stirðraddaður í söng, í siðferði uppá slétta bændavísu,
glaðsinnaður og skemmtinn, en gáfuríkur prédikari og bezta
skáld hér á landi á seinni tímum, hvar um ljósast vitna hans
bæklingar.”
Eftir ýmsar fróðlegar tilvitnanir í fornar sagnir um séra
Hallgrím; lýkur Dr. Magnús, þessum þætti með svofeldum
orðum: —
“Myndin af séra Hallgrími í útliti og ytri háttum er í
raun og vera furðu skýr, eftir þessu fáa sem vér vitum um
hann. Hann er stór og riðvaxinn, dökkur yfirlitum, en hær-
ist með aldri, ákaflega svipmikill, skeytir lítt um klæðaburð,
og hefir háttsemi bænda. Ég er t.d. alveg óviss um, að
hornístöðin, sem hann á hafa notað í alþingisreið, hafi stafað
af því einu að þau væru mýkri við fótinn. Það gat litlu munað.
En þau hafa sennilega tíðkazt töluvert meðal bænda, og
Hallgrímur hefir verið ófeminn að halda þeirri venju.”—•
í þættinum um Skapferli Hallgríms er að því vikið að hann
virðist í æsku ódæll verið hafa; telur höf., að náfrændi Guð-
brands biskups búin slíkum gáfum er Hallgrím prýddu hefði
getað gengið beina braut til lærdóms og frama. Getur hann
þess til að alt hafi gert verið sem að unnt var, til þess að
halda honum að námi, þótt ekki bæri tilætlaðan árangur.
En “órói listamannsins bar allt annað ofurliði.” Bent er
hér á það hversu ógjarn Hallgrímur er á persónulegar af-
brotajátningar, einnig frá ungþroska árum. Um það er kom-
ist að orði á þessa leið:
“Enn þess verður ekki vart, að hann sé haldinn neinni
djúpri hrygð yfir líferni sínu í sæku eða þeirri stefnu sem
hann tók þá, þó að hann játi barnabrek sín og vari unglinga
við óráðþægni. Hafa verður þó í huga hér sem annarsstaðar
þagmælsku Hallgríms um sinn innra mann. Hér verður að
fara varlega í að álykta af þögninni. Hallgrímur yrkir hvergi
sínar persónulegu játningar, en snýr öllu upp í almennar
reglur. En hvort sem vér ályktum af því fáa, sem hann segir,
eða því, sem hann þegir um, hljótum vér að komast að
þeirra niðurstöðu að bernskubrek Hallgríms hafi verið
meinlaus og hann hafi ekki séð eftir þeirri ákvörðun, sem
hann tók.”