Sameiningin - 01.04.1949, Page 10
56
SAMEININGIN
í hverja byggingu. Það má sjá á öllu að fé, hugsun og kraft-
ar hafa afkastað miklu hér og snúið villi skóg í fagran, sælu-
stað.
Um þrjátíu svefn skálar geta hýst um þrjú hundruð
manns og borðstofan rúmar jafn marga í einu. Drengja hóp-
ur sá er var þar dagana mína í “Camp” var um tvö hundruð
áttatíu og sjö, með kennurum og leiðtogum, taldist meir
en þrjú hundruð í alt. Hver hópur er þar frá viku til tveggja
vikna tíma og þetta síðastliðið sumar innskrifaðist 1600
ungmenni þá tvo mánuði sem þessi “Camp” starfar.
Sá drengja hópur er ég sá fyrstu vikuna mína í “Camp”
voru frá fimtán ára til tvítugs aldurs og sjaldan hef ég séð
jafn stóran hóp af unglingum jafn háttprúða, þó fjörugir
væru. Mikil gleði ríkti í Camp Nawakwa alla daga og heyra
mátti hláttur og söng því mikið er leikið og mikið er sungið
þar.
Þessum nemendum var skift í flokka, tíu í hverjum flokk
og leiðtogi í hverjum svefn skála. Leiðtoginn var vel full-
orðinn og vel æfður í því starfi sem honum var falið að
gjöra.
Hver dagur byrjaði kl. 7:00 með biblíu lestri og bæn
hver í sínum skála. Borðbænir og sálmar sungnir við hverja
máltíð og framúrskarandi alvara ríkti þegar Guðs orð var
haft um hönd.
Tveimur klukkutímum á hverjum morgni var varið til
kennslu í kristindóms fræðum með æfðum kennurnum og
prestum.
Eftir miðdagsverð var drengjum gefið frí að leika sér
eða gjöra hvað þeir helst vildu og leiðtogar hvers hóps var
með þeim í öllum þeirra leik. Sumir kusu að lesa í lestrar-
stofunni eða æfa sig í söng eða búa sér til eitthvað þarflegt
og fallegt í “Arts and Crafts” herbergjunum. Æfingar í
sálmasöng eða söng fyrir kvöldskemtunina mátti heyra frá
samkomusalnum og hvað þessir piltar höfðu gaman af söng.
Kl. 7:00 á hverju kvöldi var guðþjónusta og oftast undir
beru lofti þegar veður leyfði og þá á brekku mót sígandi sól.
Yndislega fögur mynd geymist í hjarta mínu af þessum
heilögu kvöldstundum.
Eldri hópur af stúlkum tók við þegar piltarnir hurfu heim