Sameiningin - 01.04.1949, Blaðsíða 11
SAMEININGIN
57
í ýmsar áttir og margir ferðuðust langar leiðir til annara
ríkja, þessar 292 stúlkur frá 14 ára til tvítugs voru ekki
síður í daglegri framkomu, fallegar, siðprúðar og fjörugar í
leik.
Fyrstu árin í Camp Nawakwa var aðsókn um þrjú hundr-
uð þar til nú í sumar innskrifuðust sextán hundruð nemend-
ur, flest ungmenni innan við tvítugt. Hvaða árangurs má
búast við frá þessum stóra hóp? Ráðsmaðurinn séra Berk-
heimer sagði að arangur væri helst sjáanlegur í heimakrikj-
um þessara ungmenna — þáttaka í öllum félagsskap.
Allmargir af þessum stóra hóp koma til Camp Nawakwa
ár eftir ár og mikill gaumur gefin hve vel er fylgt öllu því
sem kennt er og hve vel er starfað í öllum félagsskap innan
kirkju hvers eins.
Þá daga er ég var í Camp Nawakwa hugsaði ég oft til
sumarbúða B.L.K. og efast ég um að þessi skáli hafi
verið nokkuð lengra á veg kominn eftir þriggja ára starf en
Sunrise Lutheran Camp er nú. Ég sá árangur af tuttugu
ára starfi og fannst mikið til um. En ef góðir kristnir menn
og góðar kristnar konur í ísl. Lút. kirkjum vorum, beita
kröftum sínum til að styrkja þetta starf sem Bandalagið
stendur fyrir, þá vitum við ekki hvað mikill árangur sést
eftir jafn mörg ár.
Kristindóms fræðsla hefur, frá því fyrsta að Bandalag
Lúterskra Kvenna var stofnað verð efst á blaði og margs-
lags aðferðir notaðar til að hrinda því í framkvæmd. Hvert
nýtt spor í þessa átt hefur leitt til annara og eru Sumarbúðir
Bandalags Lúterskra Kvenna hið síðasta og stærsta spor fé-
lags vors.
Camp Nawakwa er vissulega fögur friðarhöfn, fullkom-
in í alla staði og sýnir framúrskarandi árangur í kristnu
starfi og alt af því að Guð elskandi fólk hefur fórnað kröft-
um sínum til að ná þessu háfleyga takmarki.
Þetta sama er að gjörast í Sunrise Lutheran Camp.
Áhugasamt og innilega kristið fólk hefur fórnað þar
kröftum sínum með það eitt í huga að ná þessu sama tak-
marki, og að hjálpa á þann hátt til að trygja framtíð vorar
Lútersku kirkju í þessu blessaða landi.