Sameiningin - 01.04.1949, Síða 12
58
SAMEININGIN
DR. CLARA A. SWAIN
Fyrsti Kvenntrúboðs læknir í Austurlöndum
Eftlr G. J. OLESON
Árð 1869 fóru fyrstu Kvenntrúboðarnir til Austurlanda,
og voru fyrstu frumherjarnir í mentamála og heilbrigðis-
starfi trúboðsins í Asíu. Isabella Thorburn stofnaði fyrsta
kristinn skóla íyrir kvennfólk í Asíu, en Clara A. Swain
fyrsta sjúkrahús fyrir konur. Clara A. Swain var uppalin
í þorpinu Castile í New York og þar eyddi hún æsku árun-
um. Hún hafði framsóknar þrá fram yfir það sem alment
gerðist, og hún ásetti sér að ná hærri mentun, jafnvel þó
hún þyrfti að leggja mikið á sig, og þyrfti að fórna miklu
í þá tíð var andúðin mikil á móti heiðingjatrúboðs starf-
inu, og þeirri hugmynd að kvennfólk fengist við læknisstörf.
Álit almennings var svo strangt á móti trúboði, að hver
sem tók þá stefnu var helzt útskúfaður úr mannlegu íélagi,
en tvöfalt strangara var almennings álitið á móti konum
sem trúboðslæknum. Þrátt fyrir þennan hugsunarhátt fólks
ásetti Clara Swain sér að læra læknisfræði, og hún út-
skrifaðist úr læknaskóla fyrir konur í Philadelphia
(Women’s Medical College) 1869, og hugur hennar stefndi
að því að reka starfið þar sem mest var þörfin.
Á þessum tíma hafði fólk óljósa hugmyndir um heil-
brygðis ástandið í Austurlöndum, en það sem að hún aflaði
sér af þekkingu í þessum greinum sannfærði hana
um það að í þeim efnum væri þörfin brýn á Indlandi. Þekk-
ing manna á heilsufræði og læknisfræði var engin meðal
alþýðu, en hjátrú og bábyljur héldu mönnum í fjötrum og
dróu lífsþróttinn úr þörfinni. —
Nú voru konur í Bandaríkjunum að hefja samtök um
trúboðsstarfið, og á því sama ári 1869 sendu þær Dr. Clara
A. Swain til Barully á Indlandi. Þegar hún sá ástandið eins
og það var, og skildist hvað hjálparvana hún var, fékk hún
sex þarlendar stúlkur sem voru flestar Kynblendingar
(Indversk-Evrópískar), og sem höfðu, fengið undirstoðu
mentun, sér til aðstoðar, og eftir því sem kringumstæður
leyfðu, bættust fleyri í hópinn.
Um þriggja ára bil kendi Dr. Swain stúlkum þessum
læknisfræði, og loks er þær gengu undir próf hjá þremur
enskum læknum, fengu þrettán af þeim bréf til að lækna.